Titill: | Náttúrufar í Hvammi og Hvammsvík, KjósNáttúrufar í Hvammi og Hvammsvík, Kjós |
Höfundur: | |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4202 |
Útgefandi: | Náttúrufræðistofnun Íslands |
Útgáfa: | 06.1998 |
Ritröð: | Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-98006 |
Efnisorð: | Hvammsvík; Hvammur (býli, Kjósarsýsla) |
ISSN: | 1670-0120 |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://utgafa.ni.is/skyrslur/1998/NI-98006.pdf |
Tegund: | Skannað verk; Skýrsla |
Gegnir ID: | 991003553139706886 |
Athugasemdir: | Unnið fyrir Hitaveitu Reykjavíkur Höfundar: Kristbjörn Egilsson, Guðmundur Guðjónsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Kristján Sæmundsson og Björn Hjaltason Myndefni: kort, töflur |
Útdráttur: | Náttúrufræðistofnun Íslands gerði úttekt á jarðfræði, gróðurfari og fuglalífi fyrir Hitaveitu Reykjavíkur til að nota við skipulag í landi jarðanna Hvammur og Hvammsvík í Kjós.
Jarðfræði. Í landi Hvamms og Hvammsvíkur eru bergmyndanir sem einkenna rofna megineldstöð: basaltinnskot (Hvammshólar, Langholt), mikil ummyndun í bergi (fjaran við jaðra innskotanna), og líparít (Breiðhillur). Reynivallaháls innan Bjarnagils er úr yngri basalthraunlögum og setlögum, mynduðum af vatna- og jöklaframburði. Aldur bergsins er 2,3-3 miljónir ára. Misgengissprungur liggja NA-SV yfir hálsinn. Sú stærsta er í Bjarnagili með 200 m færslu. Gróðurfar. Algróið land er samtals 520 ha. Þar af eru 384 ha þurrlendi, 90 ha votlendi og 46 ha ræktað land. Gróðurlítið iand er um 78 ha. Gróðurkort var gert og lýst 23 gróðurlendum og gróðurhverfum. Alls fundust 149 tegundir háplantna sem er um 33% íslensku flórunnar. Auk þess vex á svæðinu fjöldinn allur af mosa- og fléttutegundum. Mikið af ósnortnu votlendi er á svæðinu. Fuglalíf í Hvammsvík er fjölbreytt, alls hafa verið skráðar þar 54 tegundir og hafa um 30 þeirra orpið. Örn varp áður og hefur reynt varp á síðari árum. Mikil fýlabyggð er í hömrunum upp af víkinni. Talsvert er af kríu og nokkur hundruð æðarlcollur verpa í eyjunni og nesinu. Að öðru leyti setja ýmsir mófuglar mestan svip á svæðið. Á veturna er auðugt fuglalíf í Hvammsvík og þar er einn af fáum vetrardvalarstöðum flórgoða hér á landi. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
NI-98006.pdf | 1.081Mb |
Skoða/ |