#

Ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar vegna rjúpnaveiða 2006

Skoða fulla færslu

Titill: Ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar vegna rjúpnaveiða 2006Ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar vegna rjúpnaveiða 2006
Höfundur: Ólafur Karl Nielsen 1954 ; Umhverfisráðuneytið
URI: http://hdl.handle.net/10802/4198
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 09.2006
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-06012
Efnisorð: Rjúpa; Orraætt; Rjúpnaveiðar; Stofnmælingar; Vöktun; Ísland
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2006/NI-06012.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991003545539706886
Athugasemdir: Unnið fyrir UmhverfisráðuneytiðMyndefni: mynd, línurit, töflur
Útdráttur: Með ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Íslands varðandi rjúpnaveiði er stefnt að því að stærð stofnsins nái að sveiflast líkt og á fyrri hluta 20. aldar. Samkvæmt stofnlíkani fyrir rjúpu gæti það markmið náðst með því að takmarka veiðar þannig að heildarafföll fullorðinna rjúpna (Z2) verði um 0,47. Miðað við fyrrgreint markmið og reiknaða stærð rjúpnastofnsins haustið 2005 var það mat Náttúrufræðistofnunar að veiða mætti allt að 70.000 rjúpum og byggðist ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiði á þeirri forsendu. Til að tryggja að slíkt næðist var sett á sölubann með rjúpur, veiðitíminn styttur og veiðimenn hvattir til að sýna hófsemi.

Heildarveiði 2005 miðað við neyslu er áætluð 80.700 fuglar, 15% umfram það sem stefnt var að. Aldurssamsetning á veiðitíma 2005 sýndi að stærð veiðistofns var ofmetin í mati NÍ 2005. Endurskoðað veiðiþol er 55.000 fuglar og umframveiðin því tæplega 50%. Z2-dánarstuðullinn hækkaði 2005/2006 langt umfram það sem stefnt var að. Ekki er hægt að kenna veiðum alfarið um þessar breytingar á stofnþróun rjúpunnar, það sýnir samanburður á bæði stofnbreytingum og aldurssamsetningu rjúpna á svæði þar sem þær nutu griða 2005 og á svæðum þar sem veitt var. Líklegast er að einhverjir óskírðir náttúrlegir þættir eigi ríkan þátt í þessu bakslagi.

Veiðiráðgjöf Náttúrufræðistofnunar 2006 byggir á sömu forsendum og áður. Miðað við útreikninga verður stærð veiðistofns um 500.000 fuglar haustið 2006 og ráðlögð veiði er 45.000 fuglar til að halda Z2 = 0,47. Til að ná fram þessum markmiðum leggur stofnunin til eftirfarandi: (a) áframhaldandi sölubann; (b) veiðarnar verði takmarkaðar við þrjár fyrstu vikurnar í nóvember; og (c) leitað verði til veiðimanna um að sýna hófsemi. Jafnframt að griðland rjúpna verði áfram á Suðvesturlandi. Einnig að skotveiði 2006 verði metin með neyslukönnun í janúar 2007 þannig að óháð mat fáist á skýrslur veiðimanna.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-06012.pdf 1.353Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta