#

Blöndulón : vöktun á grunnvatni, gróðri og strönd : áfangaskýrsla 2005

Skoða fulla færslu

Titill: Blöndulón : vöktun á grunnvatni, gróðri og strönd : áfangaskýrsla 2005Blöndulón : vöktun á grunnvatni, gróðri og strönd : áfangaskýrsla 2005
Höfundur: Borgþór Magnússon 1952 ; Olga Kolbrún Vilmundardóttir 1981 ; Victor Kristinn Helgason 1969-2012 ; Landsvirkjun
URI: http://hdl.handle.net/10802/4195
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 06.2006
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-06011
Efnisorð: Gróðurfar; Grunnvatn; Lón; Umhverfisáhrif; Uppistöðulón; Blöndulón
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2006/NI-06011.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991003543959706886
Athugasemdir: Unnið fyrir Landsvirkjun (LV-2006/076)Myndefni: myndir, línurit, töflur
Útdráttur: Árið 2005 var haldið áfram rannsóknum og vöktun fyrir Landsvirkjun á grunnvatnsstöðu, gróðurframvindu og strandmyndun við Blöndulón en þær hafa staðið samfellt frá 1993. Árið 2005 var kalt og úrkomulítið við Blöndulón miðað við hlýindaárin 2003 og 2004 og var árssveifla í lóninu meiri. Lónborð var mjög lágt framan af sumri 2005 og miklar fjörur á þurru. Um miðjan ágúst náði lónborð yfirfallshæð og var lónið á yfirfalli í aðeins tvær vikur. Grunnvatnsstaða í þurrlendi meðfram lóninu var lág þar til lónborð náði yfirfalli. Rof úr bökkum var mælt á 16 föstum sniðum við lónið en 15 ný snið voru sett upp sumarið 2004. Frá júní 2004 til október 2005 mældist rof 0,62 m að meðaltali og reyndist það vera 0,12–3,22 m eftir stöðum. Mest var rofið úr bökkum á suðurströnd lónsins vestan Blöndufarvegar og er það rakið til norðan hvassviðris í byrjun október 2004.

Sandfok úr fjörum var kannað og kortlagt. Þann 9. júní 2005 gerði suðvestan hvassvirði og fauk þá talsverður sandur á land úr þurrum fjörum lónsins. Mest var sandfokið í víkum við vestan- og norðanvert lónið þar sem sandur hefur áður fokið upp. Flatarmál sanddreifar þar mældist 0,34–0,43 ha sem jafnast á við það sem mest hefur verið áður. Eftir veðrið fundust í fyrsta sinn merki um sandfok á land á nokkrum stöðum með austurströnd lónsins, en vindur var óvenju vestanstæður miðað fyrri sandfoksveður. Ekki fundust merki um að sandur hafi fokið á land seinna um sumarið.

Rannsóknirnar benda til að hætta á sandfoki verði viðvarandi í víkum með vestur- og norðurströnd lónsins. Lagt er til að í Blöndustöð verði tekið upp eftirlit með sandfoki á helstu áhættusvæðum. Heildarflatarmál gróðurlendis sem sandur hefur fokið yfir er lítið og er ekki talin þörf á aðgerðum, en ástæða er til að huga að í hverju þær gætu falist ef mikið sandfok verður á næstu árum. Í skýrslunni er gerð tillaga að framhaldi rannsóknanna árin 2006 og 2007 sem er lokaáfangi áætlunar um þær.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-06011.pdf 4.778Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta