#

Skriðuföll og skriðuhætta í Svarfaðardal

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Höskuldur Búi Jónsson 1973 is
dc.contributor Ofanflóðasjóður is
dc.contributor.author Halldór G. Pétursson 1953 is
dc.date.accessioned 2013-12-06T16:06:30Z
dc.date.available 2013-12-06T16:06:30Z
dc.date.issued 2006-08
dc.identifier.issn 1670-0120
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/4190
dc.description Unnið fyrir Ofanflóðasjóð is
dc.description Myndefni: myndir, kort, [1] kort br., tafla is
dc.description.abstract Könnun á ofanflóðum í Svarfaðardal er samvinnuverkefni Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands og kostað af Ofanflóðasjóði. Könnunin takmarkast við nágrenni býla eða íbúðarhúsa þar sem jafnan er föst búseta og ofanflóð gætu borist að. Náttúrufræðistofnun hefur kannað skriðuföll og skriðuhættu en Veðurstofan annast rannsóknir á snjóflóðum og ofanflóðahættumat.

Skriðuhætta í byggð í Svarfaðardal er hvergi svo mikil að hún falli innan skilgreindra hættusvæða vegna ofanflóða en á nokkrum stöðum er ástæða til að kanna aðstæður nánar. Helstu skriðufallasvæði í Svarfaðardal eru: 1) Fjallshlíðin ofan við Ingvarir, Tjörn og Laugastein en úr henni geta aur- og jarðvegsskriður borist niður að byggðinni. Ástæða er til að kanna nánar aðstæður á skriðukeilunni sem Laugasteinn stendur á, einfaldlega vegna þess hve byggðin er nálægt fjallinu. 2) Svæðið ofan við Grund og Brekku þar sem hlaup úr Nykurtjörn gætu borist um. Hlaupin hefjast sem vatnsflóð en rof kemur af stað skriðum. Alla síðustu öld hefur verið komið í veg fyrir meiri háttar hlaup með því að vakta aðstæður og grafa sundur snjóstíflu við Nykurtjörn áður en leysingar hefjast á vorin. Þessari vöktun þarf að halda áfram en auk þess þarf að kanna hvort hætta er á því að Nykurtjörn gæti ræst sig fram og hvort einhver hreyfing er á berghlaupinu sem tjörnin liggur í. 3) Úr Hreiðarsstaðafjalli hafa orðið mjög mikil skriðuföll. Þar er núverandi byggð talin nokkuð örugg en annarstaðar er mikil skriðuhætta. 4) Norðan megin í framhluta Svarfaðardals leynast jarðvegsfylltir farvegir í fjallshlíðinni milli Hóls og Göngustaðakots en úr þeim gætu fallið stórar jarðvegsskriður. 5) Sunnan megin í framhluta Svarfaðardals og í vesturhlíðum Skíðadal hafa orðið mikil skriðuföll en núverandi byggð er talin nokkuð örugg fyrir skriðuföllum. 6) Fjallshlíðin ofan við Kóngsstaði í Skíðadal er einnig vel þekkt skriðufallasvæði en þar er ekki lengur búið. 7) Fjallshlíðin milli Ytrahvarfs og Skeggsstaða en úr henni gætu fallið stórar jarðvegsskriður sem borist gætu niður undir bæina. Auk þessa er fjallað um skriðuhættu annars staðar á Svarfaðardalssvæðinu, sögu skriðufalla og helstu flokka og gerðir þeirra.
is
dc.format.extent 74 s. is
dc.language.iso is
dc.publisher Náttúrufræðistofnun Íslands is
dc.relation.ispartofseries Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-06006
dc.relation.uri http://utgafa.ni.is/skyrslur/2006/NI-06006.pdf
dc.subject Ofanflóð is
dc.subject Skriðuföll is
dc.subject Hættumat is
dc.subject Svarfaðardalur is
dc.subject Skíðadalur is
dc.subject Upsaströnd is
dc.title Skriðuföll og skriðuhætta í Svarfaðardal is
dc.type Skýrsla is
dc.identifier.gegnir 991003349919706886


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-06006.pdf 9.832Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta