#

Töflureiknir notaður : þemahefti

Skoða fulla færslu

Titill: Töflureiknir notaður : þemaheftiTöflureiknir notaður : þemahefti
Höfundur: Margrét Vala Gylfadóttir 1976 ; Stefán Logi Sigurþórsson 1975 ; Böðvar Leós 1956
URI: http://hdl.handle.net/10802/4176
Útgefandi: Námsgagnastofnun
Útgáfa: 2006
Efnisorð: Töflureiknar; Kennslubækur (grunnskólar); Stærðfræði; Unglingastig grunnskóla
ISBN: 9979010290 (ób.)
Tungumál: Íslenska
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991002997129706886
Athugasemdir: KáputitillRitið er hluti af námsefnisflokknum Átta-10 í stærðfræðiVefur fylgir námsefninu. Vefurinn er tvískiptur, annars vegar nemendahluti með gagnvirkum þjálfunarforritum og hugtakalista og hins vegar kennarahluti með ýmsu fylgiefniMyndefni: myndir
Útdráttur: Markmið þemaheftisins Töflureiknir notaður er að nemendur læri að notfæra sér töflureikni við lausn stærðfræðilegra viðfangsefna, t.d. algebru, tölfræði, rúmfræði og líkur. Val á efnisþáttum tekur mið af markmiðum aðalnámskrár grunnskóla í stærðfræði. Þau atriði sem fjallað er um eru valin út frá þeim stærðfræðilegu viðfangsefnum sem fengist er við frekar en markmiðum aðalnámskrár í upplýsingatækni. Efnið er skrifað fyrir nemendur í 8.–10. bekk grunnskóla.

Námsefnið byggist á því að nemendur glími við viðfangsefnin án þess að fá nákvæma útlistun á lausnaraðferð gefna fyrirfram, enda er í flestum tilfellum hægt að leysa verkefnin á fleiri en einn veg. Það er mikilvægt að kennarar hafi þetta í huga þegar þeir vinna með nemendum sínum. Gera þarf ráð fyrir nokkrum stuðningi við nemendur þegar þeir vinna þessi verkefni, sérstaklega ef þeir eru ekki vanir vinnu með töflureikni.

Í þessum leiðbeiningum verður farið í hvern kafla heftisins og markmið hans skýrð. Að auki verða birt dæmi um lausnir einstakra verkefna. Allar formúlur og skipanir í þessu hefti miða við enska útgáfu Microsoft Excel. Aftast í þemaheftinu er ensk-íslenskur orðalisti til þess að auðvelda notkun heftisins með íslenskri útgáfu Microsoft Excel.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
toflureikn_klb.pdf 628.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta