#

Gróðurfar á fyrirhuguðum Dettifossvegi vestan Jökulsár á Fjöllum

Skoða fulla færslu

Titill: Gróðurfar á fyrirhuguðum Dettifossvegi vestan Jökulsár á FjöllumGróðurfar á fyrirhuguðum Dettifossvegi vestan Jökulsár á Fjöllum
Höfundur: Starri Heiðmarsson 1969 ; Guðmundur Guðjónsson 1953 ; Vegagerðin
URI: http://hdl.handle.net/10802/4146
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 07.2005
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-05011
Efnisorð: Umhverfisáhrif; Umhverfismat; Gróðurfar; Vegagerð; Norður-Þingeyjarsýsla
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2005/NI-05011.pdf
Tegund: Skannað verk; Skýrsla
Gegnir ID: 991002632769706886
Athugasemdir: Unnið fyrir VegagerðinaMyndefni: kort, töflur
Útdráttur: Gróðurfar var kannað á veglínum fyrirhugaðs Dettifossvegar vestan Jökulsár á Fjöllum. Gróðurkort var unnið fyrir allar veglínur sem lagðar hafa verið út meðan tegundafjölbreytni háplantna var einungis könnuð á einni veglínu.

Alls fundust 113 tegundir háplantna auk þess sem áberandi fléttutegundir voru skráðar. Engar tegundir á válista fundust en syðst á veglínunni fannst hvítstör, Carex bicolor, sem er fremur sjaldgæf tegund með takmarkaða útbreiðslu. Fjórar tegundir með takmarkaða útbreiðslu fundust á veglínunni.

Gróðurfarslega má skipta svæðinu í þrjá hluta. Blásinn, grýttan og illa gróinn suðurhlutann, fjölbreyttan og gróskumikinn gróður í Vesturdal og einsleitt vel gróið mólendi á norðurhlutanum. Syðst eru tvær veglínur, A og B. Veglína A liggur vestar og er í mun betur grónu landi en veglína B sem liggur nærri Jökulsá. Vegstæði veglínu A liggur 71% um gróið land en 22 % á veglínu B. Á veglínu A er fjalldrapamói langalgengasta gróðurlendið meðan graslendi er algengast á veglínu B. Á nyrstu 7 km má velja milli tveggja möguleika á veglínu B, B og B1. Munurinn á þeim kostum er frekar lítill, 36% af veglínu B liggur um gróið land en 29% af veglínu B1. Báðar liggja veglínurnar um svipuð gróðurlendi og er víðimói og kjarr algengast. Nyrst er aðeins um eina veglínu að ræða (C) og fylgir hún að mestu núverandi vegi. Veglína C liggur einkum um gróðurfélagið fjalldrapivíðir en 92% veglínunnar liggur um gróið land. Á þeim kafla þar sem veglína C víkur út frá núverandi vegi eru grónu svæðin að mestu með frekar litla gróðurþekju (25% að meðaltali). U.þ.b. 7 km frá Norðausturvegi, sunnan Meiðavallaskógar, er á þriggja km kafla gefin valkostur á annarri veglínu, C1 sem ekki fylgir núverandi vegi. Veglínan C1 liggur að öllu leyti um gróðurfélagið fjalldrapi-víðir.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-05011.pdf 680.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta