#

Stöðuskýrsla um náttúrufarsrannsóknir á Breiðafirði

Skoða fulla færslu

Titill: Stöðuskýrsla um náttúrufarsrannsóknir á BreiðafirðiStöðuskýrsla um náttúrufarsrannsóknir á Breiðafirði
Höfundur: Gunnar Þór Hallgrímsson 1979 ; Ævar Petersen 1948 ; Breiðafjarðarnefnd
URI: http://hdl.handle.net/10802/4145
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 10.2005
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-05014
Efnisorð: Jarðfræði; Gróðurfar; Dýralíf; Rannsóknir; Umhverfisvernd; Breiðafjörður
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2005/NI-05014.pdf
Tegund: Skannað verk; Skýrsla
Gegnir ID: 991002632689706886
Athugasemdir: Unnið fyrir BreiðafjarðarnefndMyndefni: myndir, kort, línurit, töflur
Útdráttur: Skýrslan fjallar um stöðu náttúrufarsrannsókna á verndarsvæði Breiðafjarðar, sbr. lög nr. 54/1995. Samantektin á sér stoð í fyrstu grein laganna, en þar segir: „Tilgangur laga þessara er að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja”. Í verndaráætlun Breiðafjarðar (Guðríður Þorvarðardóttir 1999) eru skilgreind nánar rannsóknaverkefni til að ná markmiðum laganna. Fyrsti og annar kafli áætlunarinnar eru mikilvægastir er náttúrufar varðar: Stuðla að og tryggja varðveislu Breiðafjarðar í samræmi við lög og kynna mikilvægi svæðisins og Tryggja varðveislu náttúruminja, svo sem landslags, jarðmyndana og lífríkis. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að ráðast í fimmta kafla verndar- áætlunarinnar, sem segir: Stuðla að rannsóknum á náttúru Breiðafjarðar og koma á skipulagðri vöktun. Það markmið er síðan grundvöllur fyrir öðrum markmiðum áætlunarinnar.

Í samantektinni er skilgreint hvar gögn um mismunandi náttúrufarsþætti er að finna, gæði þeirra metin og hvort þau gefa viðunandi yfirlit yfir viðkomandi þætti. Ennfremur eru lagðar fram tillögur um frekari gagnaöflun. Fjallað er um jarðfræði, gróður, dýralíf og mengunarrannsóknir í lífríkinu. Tillögur eru gerðar um frekari rannsóknir og vöktun, einnig uppbyggingu hentugra kortagrunna á tölvutæku formi. Ítarleg heimildarskrá fylgir.

Þekking á nær öllum náttúrulífsþáttum er ófullnægjandi. Í mörgum tilvikum eru lítil sem engin gögn fyrir hendi. Í öðrum hafa gögn ekki verið tekin saman svo þau myndi heilstætt yfirlit. Talsvert af gögnum er til en hafa ekki verið tekin saman og birt. Hvatt er til þess að stuðlað sé að frekari rannsóknum og samantektum. Einnig að komið sé á reglubundinni vöktun valinna náttúrufarsþátta.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-05014.pdf 3.475Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta