Titill:
|
Blöndulón : vöktun á grunnvatni, gróðri og strönd : áfangaskýrsla 2004Blöndulón : vöktun á grunnvatni, gróðri og strönd : áfangaskýrsla 2004 |
Höfundur:
|
Borgþór Magnússon 1952
;
Victor Kristinn Helgason 1969-2012
;
Landsvirkjun
|
URI:
|
http://hdl.handle.net/10802/4128
|
Útgefandi:
|
Náttúrufræðistofnun Íslands
|
Útgáfa:
|
06.2005 |
Ritröð:
|
Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-05007 |
Efnisorð:
|
Uppistöðulón; Sandfok; Virkjanir; Gróðurfar; Grunnvatn; Umhverfisáhrif; Blanda; Blöndulón
|
ISSN:
|
1670-0120 |
Tungumál:
|
Íslenska
|
Tengd vefsíðuslóð:
|
http://utgafa.ni.is/skyrslur/2005/NI-05007.pdf
|
Tegund:
|
Skannað verk; Skýrsla |
Gegnir ID:
|
991001983739706886
|
Athugasemdir:
|
Unnið fyrir Landsvirkjun Myndefni: myndir, línurit, töflur |
Útdráttur:
|
Árið 2004 var haldið áfram rannsóknum fyrir Landsvirkjun á grunnvatnsstöðu, gróðurframvindu og strandmyndun við Blöndulón en þær hafa staðið samfellt frá 1993. Árið 2004 var hlýtt við Blöndulón og árssveifla í lóninu með minnsta móti. Með hlýnandi veðurfari undanfarin ár hefur dregið úr árssveiflu vatnsborðs lónsins. Sumarið 2004 náði vatnsborð yfirfallshæð í byrjun ágúst og var lónið á yfirfalli í liðlega tvo mánuði. Grunnvatnsstaða var há við lónið að hausti og lík því sem áður hefur mælst eftir að lónið hefur verið lengi á yfirfalli. Mælingar úr síritandi grunnvatnsmælum staðfestu að vatnsborð lónsins hefur mikil áhrif á grunnvatnsstöðu upp af því og ákvarðar árstíðabundnar sveiflur. Fimmtán ný snið voru sett niður með strönd lónsins vorið 2004 til mælinga á rofi úr bökkum. Sniðin voru mæld aftur að hausti. Að meðaltali hörfuðu bakkar um 0,25 m yfir sumarið 2004, en rofið nam 0–1,19 m eftir stöðum. Mest var rofið á vesturströnd lónsins og er það rakið til austan stórviðris í september. Sandfok úr fjörum var kannað og kortlagt. Sumarið 2004 fundust merki um nýtt sandfok á land á fjórum stöðum í víkum með vestur- og norðurstönd lónsins. Flatarmál sanddreifar ofan fjöruborðs var 0,09–0,25 ha. Sandur hefur áður fokið upp á sömu stöðum. Sandfokið 2004 var fremur lítið miðað við fyrri ár. |