#

Uppsetning jarðskjálftastöðva og GPS-stöðvar á Kárahnjúkasvæðinu

Skoða fulla færslu

Titill: Uppsetning jarðskjálftastöðva og GPS-stöðvar á KárahnjúkasvæðinuUppsetning jarðskjálftastöðva og GPS-stöðvar á Kárahnjúkasvæðinu
Höfundur: Steinunn S. Jakobsdóttir 1953 ; Halldór Geirsson 1976 ; Jósef Hólmjárn 1946
URI: http://hdl.handle.net/10802/4120
Útgefandi: Veðurstofa Íslands
Útgáfa: 02.2005
Ritröð: Greinargerð ; 05001
Efnisorð: Jarðskjálftamælingar; Jarðskjálftar; GPS-mælingar; GPS-stöðvar; Kárahnjúkar
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/greinargerdir/2005/05001.pdf
Tegund: Skannað verk; Skýrsla
Gegnir ID: 991001777609706886
Athugasemdir: Myndefni: myndir, teikn., kort, línurit, töflurÍ upphafi ársins 2004 fór Landsvirkjun þess á leit við Veðurstofu Íslands að stofnunin tæki að sér vöktun á smáskjálftum og jarðskorpuhreyfingum á fyrirhuguðu lónstæði við Kárahnjúka. Á fundi sem haldinn var þann 10. febrúar í húsakynnum Landsvirkjunar var Veðurstofunni falið að gera tillögu að neti jarðskjálftamæla og GPS-mæla á svæðinu. Veðurstofan vann tillögu byggða á þeim forsendum sem gefnar voru í skjalinu „Umhverfisvöktun við Kárahnjúka - mælingar á smáum jarðskjálftum og jarðskorpuhreyfingum – verklýsing” sem dagsett er í mars, en barst Veðurstofunni í hendur í apríl. Tillagan gerði ráð fyrir að settar yrðu upp allt að 6 nýjar jarðskjálftastöðvar og 3 GPS-stöðvar. Stöðvadreifing jarðskjálftamæla var miðuð við að beitt yrði aðferð afstæðra staðsetninga, sem notuð hefur verið til að kortleggja virkar jarðskjálftasprungur, en auk þess var nefndur sá möguleiki að setja upp stöð við suðaustanverðan Vatnajökul til að bæta eftirlit með virkni í austanverðum jöklinum (6. stöðin). Áætlun um GPS-mæla var gerð út frá hugmyndum um samanburðarmælingar, þannig að hægt væri að áætla hvaða áhrif Vatnajökull og aðrir umhverfisþættir hefðu á mælingarnar. Tillaga þessi, ásamt kostnaðaráætlun, var send Landsvirkjun þann 4. maí. Í svarbréfi dagsettu 15. júní var tilkynnt að ákveðið hefði verið að setja upp 3 jarðskjálftastöðvar og einn GPS-mæli og á meðfylgjandi korti höfðu allar stöðvarnar verið fluttar nær lónstæðinu. Til að ræða þessar nýju forsendur var haldinn fundur þann 7. júlí. Þar varð niðurstaðan sú að komið yrði fyrir 3 jarðskjálftastöðvum með dreifingu sem færi bil beggja tillagnanna og settur yrði upp einn GPS-mælir. Með þessu kerfi átti fyrst og fremst að sjá hvort einhver skjálftavirkni mældist yfirleitt á svæðinu. Þann 23. ágúst var síðan undirritaður samningur milli Landsvirkjunar og Veðurstofu Íslands.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
05001.pdf 1.792Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta