Titill: | Ernir og vegagerð í DjúpafirðiErnir og vegagerð í Djúpafirði |
Höfundur: | Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1956 ; Vegagerðin |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4114 |
Útgefandi: | Náttúrufræðistofnun Íslands |
Útgáfa: | 04.2005 |
Ritröð: | Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-05004 |
Efnisorð: | Haförn; Ernir; Vegagerð; Umhverfismat; Djúpifjörður; Varp |
ISSN: | 1670-0120 |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://utgafa.ni.is/skyrslur/2005/NI-05004.pdf |
Tegund: | Skannað verk; Skýrsla |
Gegnir ID: | 991001770799706886 |
Athugasemdir: | Unnið fyrir Vegagerðina Myndefni: myndir, töflur |
Útdráttur: | Fjallað er um arnarvarp og vegarlagningu um Grónes við Djúpafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu en ernir hafa orpið þar mjög lengi. Frá 1964 hafa ungar komist þar upp helmingi oftar en á nokkru öðru arnarsetri við norðanverðan Breiðafjörð á þessum tíma. Ernirnir hafa oftast orpið í Grónesborg en einnig í Gróneseyjum (Ystey) í mynni Djúpafjarðar.
Gert er ráð fyrir tveimur leiðum um Grónes; út nesið að sunnan eða um mynni Djúpafjarðar. Vegur út nesið yrði 20–80 m frá arnarvarpstöðum og gerir þá óbyggilega. Auk þess eru sex valkostir að leið um mynni Djúpafjarðar; þrír þeirra eru um Gróneseyjar, 180–305 m frá varpstað í Ystey. Ernir gætu e.t.v. nýtt þann varpstað ef innsta línan verður valin en ekki ef önnur hinna tveggja verður valin. Aðrar þrjár veglínur liggja 800–1000 m frá setrinu í Ystey og er ólíklegt er að vegur þar hafi umtalsverð áhrif á arnarvarp í Gróneseyjum. Yfirgnæfandi líkur er á að því að arnarvarp leggist af í Djúpafirði ef vegur verður lagður út Grónes. Vegagerð um mynni Djúpafjarðar ætti ekki að hafa umtalsverð áhrif á arnarvarp í Grónesborg. Í Grónesi komust upp 5% öllum af arnarungum í íslenska stofninum á árunum 1964–2004 og um fimmtungur þeirra arnarunga sem komust á legg við norðanverðan Breiðafjörð á sama tíma. Grónes hefur því um áratugaskeið verið meðal mikilvægustu arnarsetra landsins; 1964 hafa komist þar upp samtals 33 ungar á 23 árum. Á aðeins tveimur arnarsetrum á landinu var meiri viðkoma á þessu tímabili. Ef engir arnarungar hefðu komist upp í Grónesi frá 1964 en aðrir þættir haldist óbreyttir, hefði arnarstofninn skv. líkani að jafnaði verið 5–7% minni fram yfir 2000 en 3–4% síðustu árin. Langtímaáhrif þess að raska arnarsetri í Grónesi velta á þróun arnarstofnsins. Mikilvægi einstakra arnarsetra dvínar með vaxandi stofni en mikilvægi setra á borð við Grónes eykst ef fækkar í stofninum. Um 11% af arnarsetrum á landinu er óbyggileg fyrir erni eða í hættu vegna röskunar, þar af fjögur við norðanverðan Breiðafjörð – öll enn í byggð en hafa orðið fyrir röskun eða eru í hættu vegna vegagerðar. Verulega dró úr arnarvarpi á öðru þeirra í kjölfar vegagerðar á árunum milli 1970 og 1980. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
NI-05004.pdf | 428.5Kb |
Skoða/ |