Titill: | Norðausturvegur um Melrakkasléttu : náttúrufarskönnun vegna vegagerðarNorðausturvegur um Melrakkasléttu : náttúrufarskönnun vegna vegagerðar |
Höfundur: | |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4107 |
Útgefandi: | Náttúrufræðistofnun Íslands |
Útgáfa: | 05.2004 |
Ritröð: | Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-04008 |
Efnisorð: | Umhverfisvernd; Gróðurfar; Fuglalíf; Umhverfisáhrif; Umhverfismat; Vegagerð; Melrakkaslétta; Norður-Þingeyjarsýsla |
ISSN: | 1670-0120 |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://utgafa.ni.is/skyrslur/2004/NI-04008.pdf |
Tegund: | Bók |
Gegnir ID: | 991001375879706886 |
Athugasemdir: | Unnið fyrir Vegagerðina á Akureyri Höfundar: Kristinn J. Albertsson, Hörður Kristinsson, Ólafur K. Nielsen og Guðmundur Guðjónsson Myndefni: töflur |
Útdráttur: | Greint er frá niðurstöðum könnunar á gróðri meðfram fyrirhuguðum veglínum í nágrenni Katastaða og svo áfram eftir Hófaskarðsleið meðfram Álftatjörn. Gerð er grein fyrir einstökum valkostum.
Einnig er fjallað um niðurstöður könnunar á fuglalífi á Hólaheiði á Hófaskarðsleið og dregnar ályktanir um áhrifasvæði fyrirhugaðrar vegagerðar. Áhrifa fyrirhugaðs vegar á samfélag mófugla mun gæta einhver hundruð metra út frá veginum. Hugsanleg neikvæð áhrif eru aukin afföll sem leiða til lægri þéttleika á þessu svæði. Miðað við 500 m breitt belti er stofnstærð mófugla sem verða fyrir áhrifum um 2000 pör. Allar eru þessar mófuglategundir algengar á héraðs- og landsvísu. Þrjár tegundir á válista verða einnig fyrir neikvæðum áhrifum ef af vegagerð verður. Þetta eru himbrimi (2-3 pör), fálki (4 óðul), svartbakur (3-5 pör) og hrafn (3 óðul). Gróðurkort er sýnt af Raufarhafnarleið. Niðurstöður þeirrar kortlagningar sýna að engin sjaldgæf gróðurfélög er að finna á fyrirhuguðum vegstæðum á Raufarhafnarleið. Gróðurinn er dæmigerður fyrir svæðið og með svipuðum gróðursamfélögum og finna má víða annars staðar á þessum slóðum. Tekist hefur sérstaklega vel á tveimur veglínum að sneiða hjá votlendi og gerir Náttúrufræðistofnun Íslands engar athugasemdir við þær veglínur með tilliti til einstakra gróðursamfélaga. Um þriðjungur þriðju veglínunnar liggur aftur á móti um óspillt votlendi. Þrátt fyrir að mikil votlendisflæmi séu skammt undan mælir Náttúrufræðistofnun Íslands síður með þeirri leið vegna verndargildis votlendis almennt. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
NI-04008.pdf | 2.358Mb |
Skoða/ |