Titill: | Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins : fyrstu tillögur nefndar um sameiningu sveitarfélagaÁtak um eflingu sveitarstjórnarstigsins : fyrstu tillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga |
Höfundur: | |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4083 |
Útgefandi: | Félagsmálaráðuneytið |
Útgáfa: | 09.2004 |
Ritröð: | Félagsmálaráðuneytið., Rit félagsmálaráðuneytisins ; |
Efnisorð: | Sameining sveitarfélaga; Sveitarfélög; Sveitarstjórnarmál; Stjórnsýsla; Ísland |
ISBN: | 9979868465 (ób.) |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/tillogur/tillogur_sameiningarnefndar_29sep2004.pdf |
Tegund: | Skýrsla |
Gegnir ID: | 991000899859706886 |
Athugasemdir: | Myndefni: kort, töflur |
Útdráttur: | Skýrsla þessi er liður í samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Í ágúst 2003 var skipuð verkefnisstjórn til að hafa yfirumsjón með verkefninu og leggja fram tillögur um breytingar á verkaskiptingu hins opinbera. Þær tillögur voru lagðar fyrir ríkisstjórn í apríl 2004.
Í desember 2003 skipaði félagsmálaráðherra sérstaka sameiningarnefnd sem skyldi leggja fram tillögur um breytingar á sveitarfélagaskipan með hliðsjón af breytingum á verkaskiptingu hins opinbera, og með það að markmiði að hvert sveitarfélag myndi heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði. Við undirbúning tillögugerðar sinnar sendi nefndin öllum sveitarfélögum og landshlutasamtökum bréf þar sem óskað var samstarfs um vinnslu tillagnanna. Landshlutasamtökunum var auk þess sendur gátlisti yfir upplýsingar sem samtökin voru beðin að aðstoða nefndina við að afla. Í gátlistanum voru tiltekin ýmis atriði er snerta lýðfræðilega þætti svæðisins og stjórnsýslu einstakra sveitarfélaga, m.a. um samvinnu þeirra. Auk þess hélt nefndin 17 samráðsfundi með sveitarstjórnarmönnum vítt og breitt um landið. Gerðar eru tillögur um sameiningu sveitarfélaga á starfssvæðum allra landshlutasamtaka. Nefndin leggur til að kosið verði um sameiningu sveitarfélaga í 80 af 103 sveitarfélögum þann 23. apríl næstkomandi. Þann 20. nóvember 2004 verður atkvæðagreiðsla um sameiningu í átta sveitarfélögum. Gangi tillögur nefndarinnar, og þær viðræður sem hafnar eru um sameiningu sveitarfélaga, eftir getur sveitarfélögum í landinu fækkað úr 103 í 39. Ljóst er að landfræðilegar og félagslegar aðstæður eru mjög mismunandi milli landssvæða og taka tillögur nefndarinnar mið af þeim. Samanburður á sameiningartillögum milli þéttbýlla og dreifbýlla svæða getur verið hæpinn. Varað er við því að draga ályktanir út frá samanburði á mannfjöldatölum án þess að þær séu skoðaðar í samhengi við landfræðilegar og félagslegar aðstæður á hverjum stað. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
tillogur_sameiningarnefndar_29sep2004.pdf | 4.465Mb |
Skoða/ |