#

Hafið : stefna íslenskra stjórnvalda

Skoða fulla færslu

Titill: Hafið : stefna íslenskra stjórnvaldaHafið : stefna íslenskra stjórnvalda
URI: http://hdl.handle.net/10802/4082
Útgefandi: Umhverfisráðuneytið; Sjávarútvegsráðuneytið; Utanríkisráðuneytið
Útgáfa: 2004
Efnisorð: Umhverfisstefna; Stjórnsýsla; Hafið; Sjálfbærni; Sjávarmengun; Ísland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Hafid_LOW1.pdf
Tegund: Skannað verk; Skýrsla
Gegnir ID: 991000892979706886
Athugasemdir: Fygirit: Viðaukar. - 24 s. ; 30 smMyndefni: myndir, kort, línurit, töflur
Útdráttur: Stefna Íslands í málefnum hafsins grundvallast á því að viðhalda heilbrigði, líffræðilegum fjölbreytileika og sjálfbærni hafsins við Ísland til framtíðar, þannig að hafið geti áfram verið sú auðlind er standi undir lífsafkomu og hagsæld þjóðarinnar. Í því felst sjálfbær nýting, verndun og umgengni er byggist á rannsóknum og hagnýtingu þekkingar þar sem borin er virðing fyrir öllu vistkerfi hafsins. Heilbrigði hafsins og sjálfbær nýting lifandi auðlinda þess leggur grunn að velferð Íslendinga. Stjórnvöldum ber, í ljósi mikilvægis hafsins við Ísland, að sinna málefnum hafsins og þróun þeirra af ábyrgð og festu hér eftir sem hingað til.

Stefna Íslands grundvallast á þremur stoðum sem eru Hafréttarsamningurinn, hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og það sjónarmið að stjórnun og ákvörðunartaka við verndun vistkerfa hafsins og nýtingu lifandi auðlinda hvíli á þeim ríkjum sem mestra hagsmuna eiga að gæta og ákvarðanirnar snerta með beinum hætti.

Virk þátttaka Íslands og frumkvæði á alþjóðavettvangi er grundvöllur þess að vinna stefnu og sjónarmiðum sjálfbærrar þróunar fylgi og þar með sjónarmiðum Íslands viðurkenningu. Íslandi ber að vera í fararbroddi ríkja er hafa bætta umgengni um vistkerfi hafsins í fyrirrúmi. Ísland og stefna þess á að vera öðrum ríkjum fyrirmynd og auka tiltrú á landinu í alþjóðlegri umfjöllun um nýtingu og verndun vistkerfa hafsins.

Sjálfbær nýting er lykill að skynsamlegri og ábyrgri verndun og stjórnun á nýtingu á auðlindum hafsins. Í stefnu Íslands er lögð sérstök áhersla á mikilvægi þess að sporna gegn mengun hafsins. Hagnýt not og frekari þróun vistkerfisnálgunar leggur grunn að árangri við að ná fram markmiðum Íslands í málefnum hafsins.

Í stefnu Íslands er mikið lagt upp úr því að rannsóknir og aukin þekking á vistkerfi hafsins sé undirstaða frekari framfara í heildstæðri auðlindastjórnun og ákvörðunartöku um verndun hafsins. Gagnsæi upplýsinga um sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda, líffræðilegan fjölbreytileika og einkenni hafsvæða og tegunda eflir þekkingu og eykur tiltrú almennings og áhuga á vistkerfi hafsins. Lagt er til að þátttaka Íslands á vettvangi þróunarsamvinnu á sviði sjávarútvegs, auð- lindastjórnunar og umhverfisverndar verði aukin.

Efla ber skilvirkni og samráð innan stjórnsýslunnar í málefnum hafsins svo aðalatriði stefnunnar nái betur fram að ganga. Auknu samráði er ætlað að tryggja að grundvallarsjónarmið Íslands séu skýr, þau samræmd og höfð að leiðarljósi hvarvetna þar sem unnið er að framgangi íslenskrar stefnu í málefnum hafsins.

Með mótun heildarstefnu í málefnum hafsins er leitast við að draga saman á einn stað fyrirliggjandi stefnumörkun, skuldbindingar og áhersluatriði. Jafnframt eru ný markmið sett og gerðar tillögur um leiðir að þeim. Í fyrsta hluta skýrslunnar er áhersla lögð á upplýsinga- og fræðslugildi þar sem efnislegar forsendur eru kynntar og er þeim hluta ætlað að vera lýsing á stöðu mála. Í öðrum hluta er heildarstefnan mörkuð. Loks er í þriðja hluta, sem gefin er út í sérriti, að finna viðauka þar sem saman eru tekin ágrip um löggjöf, alþjóðasamninga og alþjóðastofnanir er tengjast málefnum hafsins sérstaklega. Skýrslan er í senn stefna og upplýsinga- og fræðslurit fyrir stjórnsýsluna og almenning um stefnu Íslands í málefnum hafsins.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Hafid_LOW1.pdf 649.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta