Titill: | Tillögur um aukna framleiðni og skilvirkni í ríkisrekstriTillögur um aukna framleiðni og skilvirkni í ríkisrekstri |
Höfundur: | Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/3713 |
Útgefandi: | Forsætisráðuneytið |
Útgáfa: | 11.11.2013 |
Efnisorð: | Rekstrarhagræðing; Opinber rekstur; Opinberar stofnanir |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir2/tillogur-hagraedingarhops-11-nov.pdf |
Tegund: | Smáprent |
Athugasemdir: | • Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem hér birtast taka til allra helstu þátta ríkisrekstrarins og allra stærri þjónustu- og stjórnsýslukerfa ríkisins.
• Markmið tillagnanna er einkum: o Að styrkja markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög næstu árin. o Að gera ríkisbúskapinn sjálfbæran til lengri tíma og þarf þá sérstaklega að horfa til núverandi skuldsetningar og fyrirséðrar aukningar á útgjöldum, ekki síst vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. o Að bæta hagkvæmni og árangur í ríkisrekstri þannig að unnt verði að veita góða og öfluga þjónustu í samræmi við þarfir þjóðarinnar. o Að gera rekstur ríkisins skilvirkari og auka framleiðni. • Hagræðingarhópurinn hefur ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur á kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi og geta stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma. • Komist tillögurnar til framkvæmda geta þær stuðlað að tug miljarða króna ávinningi fyrir þjóðina. Sá ávinningur getur birst í lægri fjárveitingum en einnig í aukinni og bættri þjónustu. • Hagræðingarhópurinn hefur í starfi sínu leitað víða fanga (sjá nánar aftar í þessu skjali): o Skoðaðir hafa verið tugir skýrslna og greinargerða um margháttaðar breytingar sem lagðar hafa verið til á undanförnum árum. o Starfsmenn nefndarinnar funduðu með ráðherrum og embættismönnum þeirra. o Leitað var eftir tillögum og hagræðingarhugmyndum frá almenningi og bárust hátt í sex hundruð ábendingar. Margar þeirra hafa verið teknar upp í tillögum hópsins en þegar endanlegri vinnslu ábendinganna lýkur verða afmarkaðri tillögur sendar til einstakra ráðuneyta til frekari úrvinnslu. o Auk þess hafa ýmsir einstaklingar, starfsmenn og stjórnendur innan ríkisins, ásamt áhugasömum aðilum utan þess haft samband við hagræðingarhópinn og komið margvíslegum ábendingum á framfæri við meðlimi hópsins. • Tillögur sem svipar til tillagna hagræðingarhópsins hafa í mörgum tilfellum verið lagðar fram áður. Það er hins vegar ekki nægilegt að leggja fram góðar tillögur og hugmyndir, það þarf að koma þeim til framkvæmda. • Að frumkvæði einstakra ráðherra er nú þegar unnið að undirbúningi margvíslegra breytinga sem endurspegla tillögur hagræðingarhópsins. Þær tillögur sem nú þegar eru til úrvinnslu í ráðuneytunum eru stjörnumerktar (*). Ekki er víst að útfærslan verði nákvæmlega sú sama og hópurinn leggur til en markmiðin eru þau sömu. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
tillogur-hagraedingarhops-11-nov.pdf | 230.0Kb |
Skoða/ |