#

Sjúkdómsgreining með röntgengeislun : heildargeislaálag 1996

Skoða fulla færslu

Titill: Sjúkdómsgreining með röntgengeislun : heildargeislaálag 1996Sjúkdómsgreining með röntgengeislun : heildargeislaálag 1996
Höfundur: Guðlaugur Einarsson 1953 ; Walderhaug, Tord 1955 ; Sigurður M. Magnússon 1953
URI: http://hdl.handle.net/10802/3526
Útgefandi: Geislavarnir ríkisins
Útgáfa: 1999
Ritröð: Geislavarnir ríkisins ; GR 99-02
Efnisorð: Sjúkdómsgreining; Röntgenrannsóknir; Geislavarnir; Geislalækningar
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.gr.is/media/skyrslur/skyrsla9902.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991005121669706886
Útdráttur: Notkun röntgengeislunar við sjúkdómsgreiningu hefur í áratugi verið einn mikilvægasti þátturinn í læknisfræðilegri myndgreiningu. Þessi þáttur hefur einnig verið talinn vega þyngst í geislaálagi (effective dose, E) íslensku þjóðarinnar vegna notkunar jónandi geislunar. Ein grundvallarleiðbeining Alþjóðageislavarnaráðsins (International Commission on Radiological Protection (ICRP)) er að halda skuli allri geislun eins lágri og frekast er unnt, með tilliti til aðstæðna og er ráðlagt að fram fari úttekt á umfangi notkunar jónandi geislunar í læknisfræði á a.m.k. fimm ára fresti og að hópgeislaálag (collective effective dose, S) sé metið. Með samanburði við aðrar þjóðir má meta stöðu okkar í þessum efnum og stuðla að úrbótum þar sem þörfin er mest og raunhæft er að ná marktækum árangri. Í tilskipun Evrópusambandsins um öryggi einstaklinga vegna hættu af jónandi geislun í tengslum við notkun í læknisfræði segir að aðildarríkin eigi reglulega að leggja mat á hópgeislaálag þjóðarinnar vegna notkunar jónandi geislunar í læknisfræði(2). Með þessari skýrslu er að ljúka umfangsmiklu verkefni Geislavarna ríkisins, sem hefur það markmið að meta hópgeislaálag íslensku þjóðarinnar vegna notkunar röntgengeislunar við sjúkdómsgreiningu. Þetta er í fyrsta skiptið sem svona viðamikil rannsókn á þessum þætti fer fram hér á landi. Niðurstöður fyrri áfanga í þessu verkefni hafa birst áður og ber þar fyrst að nefna skýrslu um geislaálag vegna brjóstamyndatöku sem kom út árið 1993(3). Árið 1994 var birt skýrsla um meðalgeislaálag vegna notkunar röntgengeislunar við almennar tannlækningar(4) og árið 1996 vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja (5). Árið 1996 var einnig birt skýrsla um geislaálag vegna almennra röntgenrannsókna(6) og árið 1997 vegna tölvusneiðmyndatækja(7). Áður hefur verið lagt mat á geislaálag vegna tannröntgenrannsókna árið 1972(8) og tiltekinna röntgenrannsókna árið 1980 til 1983(9). Í þessari skýrslu eru gögn frá ofangreindum rannsóknum dregin saman, bætt við niðurstöðum nýrra mælinga fyrir einstaka staði og lagt mat á hópgeislaálag þjóðarinnar vegna notkunar jónandi geislunar í læknisfræðilegri myndgreiningu og miðað við árið 1996.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
skyrsla9902.pdf 210.9Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta