#

Lítil og meðalstór fyrirtæki – samstaða um bætt rekstrarumhverfi

Skoða fulla færslu

Titill: Lítil og meðalstór fyrirtæki – samstaða um bætt rekstrarumhverfiLítil og meðalstór fyrirtæki – samstaða um bætt rekstrarumhverfi
URI: http://hdl.handle.net/10802/3515
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 28.05.2013
Ritröð: Skoðun VÍ ;
Efnisorð: Atvinnurekstur; Fyrirtæki
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/Sko%C3%B0un%20V%C3%8D%20-%20Litil%20og%20medalstor%20fyrirtaeki_1255440730.pdf
Tegund: Smáprent
Útdráttur: Í nýafstaðinni kosningabaráttu var kastljósinu m.a. beint að rekstrarumhverfi atvinnulífsins og mögulegum úrbótum þar á. Þrátt fyrir ákveðin skoðanaskipti í orðræðunni um málaflokka á borð við auðlindanýtingu mátti greina almenna samstöðu um bætt rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stefnuskrár flestra flokka höfðu jafnframt að geyma þætti í þessa veru. Þá er skýra áherslu um þessi mál einnig að finna í nýjum stjórnarsáttmála.

Þó framlag stærri fyrirtækja til verðmætasköpunar sé alla jafna ótvírætt, enda framleiðni þeirra almennt meiri en minni fyrirtækja, þá er þessi áhersla flokkanna af hinu góða. Er það m.a. vegna þess að minni og meðalstór fyrirtækja glíma oft og tíðum við erfiðleika sem hin stærri gera síður s.s. í aðgengi að fjármagni. Þá er ljóst að ytri umgjörð til fyrirtækjareksturs, einkum laga- og reglugerðarumhverfið, getur reynst smærri fyrirtækjum þyngri í vöfum en þeim stærri. Við þetta er vert að staldra enda eru lítil og meðalstór fyrirtæki um 99% af öllum fyrirtækjum landsins og upp undir helmingur launafólks, eða á bilinu 80-90 þúsund manns, starfar hjá slíkum fyrirtækjum.

Um þetta var fjallað í skýrslu Viðskiptaráðs frá árinu 2009, Hugsum smátt – lítil og meðalstór fyrirtæki. Þar var kallað eftir hugarfarsbreytingu á þá leið að litlum og meðalstórum fyrirtækjum yrði gert hærra undir höfði en hafði verið. Slík nálgun fæli m.a. í sér að við breytingar á ytra umhverfi fyrirtækjareksturs væru áhrif þeirra á lítil og meðalstór fyrirtækin metin, þarfir slíkra fyrirtækja jafnframt skoðaðar og áhersla lögð á einfaldleika og skilvirkni í framkvæmd.

Með nálgun af þessu tagi er ekki gert lítið úr mikilvægi stórra fyrirtækja, því eitt sinn voru þau öll smá. Þá má leiða að því líkur að takist að fjölga í hópi þeirra minni og meðalstórra fyrirtækja sem ná að verða stór sé grunnur lagður að aukinni framleiðni hérlendis. Stafar það m.a. af því að hlutfall þessara fyrirtækja er almennt hærra í þjónustugreinum en öðrum. Samkvæmt nýlegri skýrslu McKinsey & Company er framleiðni í þeim hluta atvinnulífsins einna slökust og það var ein niðurstaða skýrslunnar að illa muni ganga að efla verðmætaskapandi eiginlega hagkerfisins alls án bættrar framleiðni í innlendri þjónustu.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skodun VI - Li ... fyrirtaeki_1255440730.pdf 157.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta