#

Uppgjör í erlendum gjaldmiðlum : eðlileg afleiðing alþjóðavæðingar

Skoða fulla færslu

Titill: Uppgjör í erlendum gjaldmiðlum : eðlileg afleiðing alþjóðavæðingarUppgjör í erlendum gjaldmiðlum : eðlileg afleiðing alþjóðavæðingar
URI: http://hdl.handle.net/10802/3511
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 06.03.2008
Ritröð: Skoðun Viðskiptaráðs ;
Efnisorð: Gjaldmiðlar; Atvinnulíf; Ársreikningar
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/2139112675uppgjor7.pdf
Tegund: Smáprent
Útdráttur: Aukin alþjóðavæðing íslensks hagkerfis hefur leitt til þess að stór hluti tekna og fjármögnunar margra fyrirtækja er í erlendum gjaldmiðlun. Af þessum sökum skapa gengissveiflur íslensku krónunnar mikinn kostnað og óvissu í rekstri viðkomandi fyrirtækja. Til að draga úr kostnaði hafa ýmis fyrirtæki leitað heimildar ársreikningaskrár til að færa uppgjör í erlendan gjaldmiðil. Mörg þeirra hafa þegar fengið þessa heimild en af einhverjum ástæðum lúta fjármálafyrirtæki ekki sömu lögmálum í þessu málefni.

Að mati Viðskiptaráðs eru uppgjör í erlendum gjaldmiðlum eðlilegur fylgifiskur alþjóðavæðingar, en Ísland er nú þátttakandi á markaði sem er margfalt stærri en hagkerfið í heild. Til að styrkja frekar stöðu íslenskra fyrirtækja og gera þau að fýsilegri valkosti fyrir erlenda fjárfesta er mikilvægt að fyrirtækjum verði gert kleift að færa uppgjör sitt í erlendum gjaldmiðli - án afskipta hins opinbera. Það væri óábyrgt að spyrna við fæti hvað uppgjör í erlendum gjaldmiðlum varðar og stuðla þannig að verra rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegum samanburði.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2139112675uppgjor7.pdf 166.7Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta