#

Íslenska bílaþjóðin : ný "útflutningsgrein" á Íslandi

Skoða fulla færslu

Titill: Íslenska bílaþjóðin : ný "útflutningsgrein" á ÍslandiÍslenska bílaþjóðin : ný "útflutningsgrein" á Íslandi
URI: http://hdl.handle.net/10802/3508
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 18.12.2007
Ritröð: Skoðun Viðskiptaráðs ;
Efnisorð: Bílar; Bílasölur; Efnahagsstefna; Útflutningur
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/1679082207bilar3.pdf
Tegund: Smáprent
Útdráttur: Einkaneysla síðustu ára hefur verið afar mikil. Þar hefur aukinn kaupmáttur og mikil eignamyndun vafalítið verið ráðandi drifkraftur. Að viðbættum miklum fjárfestingum vegna stóriðjuframkvæmda hefur aukin neysla orðið þess valdandi að vöruskiptahalli landsins hefur vaxið ár frá ári og náði hámarki árið 2006. Þar vegur þungt innflutningur ýmissa varanlegra neysluvara, t.a.m. bifreiða. Útflutningur frá Íslandsströndum hefur ekki vaxið í sama mæli sem skýrir aukinn halla á viðskiptum. Þessi staða mun vafalaust batna á næstu árum með auknum útflutningi áls og samdrætti í fjárfestingu og einkaneyslu. Engu að síður er full ástæða til að huga að leiðum er draga myndu úr ójafnvægi í utanríkisviðskiptum landsins.

Með einföldum breytingum á skatt- og gjaldheimtukerfi hins opinbera er unnt að skapa hér hagstæð skilyrði fyrir útflutning ýmiskonar varnings, óháð uppruna hans. Ísland er í fyrirtaks landfræðilegri stöðu sem miðpunktur tveggja viðskiptavelda og að sama skapi höfum við myndað okkur hagfellda alþjóðlega stöðu sem aðildarríki að EES og með gerð mikils fjölda fríverslunarsamninga. Þetta eigum við að færa okkur í nyt. Það er ljóst að af mörgu er að taka en að mati Viðskiptaráðs ætti fyrsta skrefið að miða að því að gera endurútflutning bifreiða hagkvæmari í ljósi mikils vægi þeirra í innfluttum vörum. Sökum hagstæðs gengis krónunnar og mikillar innlendrar kaupgetu hafa bifreiðar verið fluttir hingað til lands í stórum stíl, þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Kostir þess að gera endurútflutning þeirra fýsilegri eru fjölbreyttir, en þar má helst nefna þætti er snúa að bættu umhverfi, auknu öryggi og síðast en ekki síst bættum vöruskiptajöfnuði.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
1679082207bilar3.pdf 159.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta