#

Íbúðalánasjóður : riddari á hvítum hesti?

Skoða fulla færslu

Titill: Íbúðalánasjóður : riddari á hvítum hesti?Íbúðalánasjóður : riddari á hvítum hesti?
URI: http://hdl.handle.net/10802/3500
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 09.04.2008
Ritröð: Skoðun Viðskiptaráðs ;
Efnisorð: Húsnæðismál; Lánamál; Gengismál
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/484833055ILS1.pdf
Tegund: Smáprent
Útdráttur: Barátta Seðlabankans fyrir stöðugu verðlagi hefur ekki gengið sem skildi á undanförnum árum og verðbólga hefur því bæði verið há og viðvarandi. Þetta má að stærstum hluta rekja til mikillar eftirspurnar. Þeir vextir sem skipta einstaklinga mestu eru húsnæðislánavextir og miðar hækkun stýrivaxta því m.a. að hækkun þeirra. Með þessum hætti er peningastefnu Seðlabankans ætlað að sporna gegn þenslu í hagkerfinu. Það skýtur skökku við að hið opinbera skuli hafa unnið gegn nauðsynlegri hækkun húsnæðisvaxta með því að niðurgreiða almenn íbúðalán í gegnum Íbúðalánasjóð. Þetta hefur átt ríkan þátt í því að spilla fyrir virkni peningastefnunnar undanfarin ár og leitt til þess að stýrivextir hafa orðið mun hærri en ella. Afleiðingin er að skammtímavextir eru mun hærri en þeir hefðu þurft að vera, verðbólga hefur verið yfir þolmörkum um árabil og þenslan mun meiri en annars hefði verið.

Það er því nauðsynlegt að umbreyta Íbúðalánasjóði hið fyrsta. Undanfarin ár hefur starfsemi sjóðsins grafið undan áhrifamætti peningastefnunnar, aukið ójafnvægi í hagkerfi að tilefnislausu og ógnað fjármálastöðugleika. Ekki er nauðsynlegt að hverfa frá félagslegum markmiðum Íbúðalánasjóðs, enda hefur reynsla erlendis frá sýnt að hægt er að tryggja fjárhagslega verr settum einstaklingum aðgang að húsnæði með skilvirkari hætti en nú tíðkast.

Um leið er mikilvægt að leiðrétta þá villandi umræðu sem hefur átt sér stað á undanförnum misserum um stöðu á húsnæðislánamarkaði. Svo virðist sem ýmsir hafi viljað slá Íbúðalánasjóð til riddara og telja mikilvægi hans hafa sannað sig á síðustu mánuðum. Þar er um mikinn misskilning að ræða enda eru breytingar á fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs helsta orsök þeirrar stöðu sem nú er komin upp á húsnæðislánamarkaði.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
484833055ILS1.pdf 167.2Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta