#

Sterkari seðlabanki er hagsmunamál allra

Skoða fulla færslu

Titill: Sterkari seðlabanki er hagsmunamál allraSterkari seðlabanki er hagsmunamál allra
URI: http://hdl.handle.net/10802/3498
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 08.05.2008
Ritröð: Skoðun Viðskiptaráðs ;
Efnisorð: Seðlabankar; Gengismál
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/172448961Gjaldeyrisvarasjodur1.pdf
Tegund: Smáprent
Útdráttur: Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um styrk Seðlabanka Íslands og stöðu hans sem lánveitanda til þrautarvara. Í því samhengi hefur verið bent á smæð gjaldeyrisvarasjóðs bankans og skort á lánalínum frá erlendum seðlabönkum. Þrátt fyrir að gjaldeyrisvarasjóður bankans hafi nýlega verið efldur er ljóst að stærð íslenska bankakerfisins krefst mun sterkari umgjarðar en nú er í boði.

Þetta er ekki eingöngu mál sem varðar starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja. Aukinn trúverðugleiki Seðlabanka Íslands er grundvallarþáttur til að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í íslensku hagkerfi undanfarnar vikur og mánuði. Skörp gengisveiking, vaxandi verðbólga, ofurháir stýrivextir, skert aðgengi að lánsfjármagni og stöðnun atvinnulífsins eru vandamál sem koma niður á öllum í íslensku samfélagi. Þegar rætt er um að taka lán til efla gjaldeyrisvarasjóð eða eiginfjárstöðu Seðlabankans og styrkja þannig trúverðugleika íslensks fjármálakerfis er því ekki verið vinna að hagsmunum þröngs hóps á kostnað almennings. Þvert á móti er slík aðgerð óumflýjanlegt fyrsta skref til að koma í veg fyrir víxlverkandi vítahring verðbólgu, gengisveikingar og vaxtahækkana.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
172448961Gjaldeyrisvarasjodur1.pdf 151.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta