#

Öflugt atvinnulíf - bætt lífskjör

Skoða fulla færslu

Titill: Öflugt atvinnulíf - bætt lífskjörÖflugt atvinnulíf - bætt lífskjör
URI: http://hdl.handle.net/10802/3493
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 16.04.2012
Efnisorð: Hagvöxtur; Efnahagsstefna
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/2012.16.4%20-%20Oflugt%20atvinnulif_2137110520.pdf
Tegund: Smáprent
Útdráttur: Umræða um hagvöxt hefur verið áberandi síðustu misseri. Þó flestir virðast sammála um mikilvægi aukinna efnahagsumsvifa þá eru skiptar skoðanir á álitlegum leiðum til þess. Að auki hefur verið bent á að hagvaxtarmælingar taka ekki tillit til margra þátta sem telja má til lífsgæða og sum starfsemi ratar ekki þar inn þó hún myndi raunverulegan virðisauka.

Það er þó ljóst að kaupmáttur launa á Íslandi og hagvöxtur á mann, sem er leiðréttur fyrir fólksfjölgun, hafa fylgst nánast fullkomlega að síðustu 20 ár. Jákvæð áhrif hagvaxtar á kaupmátt eru því nokkuð ótvíræð, en aukinn kaupmáttur er einn ráðandi þátta bættra lífsgæða. Sé litið til síðustu 65 ára hefur hagvöxtur á mann aukist árlega um rúm 2%, sem þýðir að lífskjör hafa fjórfaldast á tíma sem er um 15 árum styttri en meðalævilengd Íslendings.

Almenn áhersla hér heima og erlendis á aukinn hagvöxt er því ekki af ástæðulausu og óháð því til hvaða hagkerfis er horft, þá byggir hagvöxtur ævinlega á sömu þáttum, þ.e. í fjármunum og vinnuafli (framleiðsluþættir) og öðrum þáttum s.s. tækniframförum, eflingu mannauðs, auðlindanotkun og orkunoktun (heildarþáttaframleiðni). Í grófum dráttum má svo segja að efnahagsleg velmegun byggi á því að nýta þessar uppsprettur til að skapa sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði. Í því felst viðleitni til að færri hendur vinni sama verkið, þ.e. aukinni framleiðni. Aukin framleiðni er þannig forsenda aukins hagvaxtar og kaupmáttar og því ætti stefna um hámörkun lífskjara að fela í sér varanlega aukningu framleiðni. Hvatinn til hagræðingar og skilvirkni, sem er fólginn í einkaeign í atvinnurekstri, er svo aftur almennt talinn meginforsenda þess að hægt sé að hámarka framleiðni.

Efnahagsstefna, sem er ætlað að auka framleiðnivöxt til frambúðar, verður því að miða að hagkvæmu rekstrarumhverfi fyrirtækja, aukinni fjárfestingu í arðsömum verkefnum og vexti heildarþáttaframleiðni. Að því má stuðla með tækniframförum, hagkvæmri auðlindanýtingu, aukinni þekkingu og færni vinnuafls. Þeir sem taka ákvarðanir fyrir Íslands hönd í skipulagi efnahagsmála, og aðrir sem það vilja, ættu að hafa þetta gangverk í forgrunni.

Að undanförnu hefur vinnulag við stjórn Íslands of oft gengið gegn þessum grunnforsendum bættra lífskjara. Sem dæmi má nefna nýleg kvótafrumvörp, hringlanda í ákvörðunum um mikilvæg starfsskilyrði fyrirtækja - sérstaklega skatta, viðamikinn niðurskurð til háskóla og áætlanir um ríkisframkvæmdir sem ekki eru líklegar til að stuðla að verðmætasköpun.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2012.16.4 - Oflugt atvinnulif_2137110520.pdf 239.6Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta