#

Stjórnarhættir fyrirtækja : leiðbeiningar

Skoða fulla færslu

Titill: Stjórnarhættir fyrirtækja : leiðbeiningarStjórnarhættir fyrirtækja : leiðbeiningar
URI: http://hdl.handle.net/10802/3487
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 03.2012
Efnisorð: Atvinnurekstur; Handbækur; Stjórnun
ISBN: 978-9979-9916-9-4
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/2012.03.03-Stjornarhaettir-NET_1466203040.PDF
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins. Leiðbeiningar þessar má afrita án þess að leita samþykkis útgefenda en vinsamlega getið heimildar.

Verkefnisstjóri: Haraldur I. Birgisson, Viðskiptaráð Íslands
Hönnun og umbrot: Ragnar Þorvarðarson, Viðskiptaráð Íslands
Útdráttur: >> Fyrstu leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja voru gefnar út árið 2004. Ári síðar kom önnur útgáfa þeirra út og sú þriðja árið 2009.

>> Útgáfuaðilar leiðbeininganna eru Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland en þeir hafa í gegnum árin notið víðtækrar aðstoðar fjölda fólks, fyrirtækja og stofnana og nú síðast bættist Fjármálaeftirlitið í hópinn sem áheyrnarfulltrúi.

>> Meginmarkmið leiðbeininganna er að bæta stjórnarhætti með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín og um leið treysta hag helstu haghafa fyrirtækja.

>> Leiðbeiningunum er ætlað að sýna vilja viðskiptalífsins í verki til að mæta ábyrgð sem á því hvílir og frumkvæði þess við að taka upp viðmið sem styrkja innviði fyrirtækja og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu.

>> Leiðbeiningarnar koma ekki í stað löggjafar heldur er þeim ætlað að útfæra löggjöf um störf stjórnenda fyrirtækja og fela þær í sér auknar skyldur umfram lög og reglur.

>> Grundvöllur leiðbeininganna er „fylgið eða skýrið“ reglan sem veitir stjórnendum fyrirtækja svigrúm til að víkja frá einstökum atriðum þeirra en þá er ætlast til að skýrt sé frá ástæðum frávika og til hvaða aðgerða var gripið þess í stað.

>> Leiðbeiningunum er sérstaklega beint að fyrirtækjum sem teljast einingar tengdar almannahagsmunum, en það eru fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, lífeyrissjóðir, lánastofnanir og vátryggingafélög.

>> Meginþættir leiðbeininganna gagnast hinsvegar öllum fyrirtækjum, óháð stærð þeirra og starfsemi.

>> Samkvæmt nýlegri löggjöf eiga fjármálafyrirtæki og fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði að fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.

>> Fanga hefur víða verið leitað við gerð leiðbeininganna en þar má einna helst nefna sérstaka áherslu á að þær standist samanburð við meginefni Norrænna leiðbeininga á þessu sviði.

>> Stjórnum fyrirtækja stendur nú til boða að undirgangast sérstaka úttekt á stjórnarháttum sínum, en úttektarferlið byggir á þessum leiðbeiningum og er því einnig ætlað að veita hagsmunaðilum fyrirtækja, t.d. fjárfestum og lánadrottnum, tæki til að meta fyrirtæki og stjórnendur þeirra.

>> Þessi útgáfa leiðbeininganna tekur gildi frá og með reikningsárinu 2012.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2012.03.08-Stjornarhaettir-NET_127435363.pdf 7.898Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta