#

Norræn sakamál 2001.

Skoða fulla færslu

Titill: Norræn sakamál 2001.Norræn sakamál 2001.
URI: http://hdl.handle.net/10802/34831
Útgefandi: SAGA Egmont
Útgáfa: 2020
Ritröð: Norræn sakamál ;
Efnisorð: Rafbækur; Sakamál; Norðurlönd
ISBN: 9788726523140
Tungumál: Íslenska
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991012038239706886
Útdráttur: Sannleikurinn er ekki eingöngu sagna bestur, heldur oftast ótrúlegri en besti skáldskapur. Það er væntanlega þess vegna sem bækurnar „Norræn sakamál" seljast árlega í stóru upplagi á hinum Norðurlöndunum. En í bókunum segja lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka. Nú hafa íslenskir lögreglumenn gengist til liðs við norræna félaga sína og fyrsta bókin í þessum bókaflokki er komin út á íslensku, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum sem taka hinum erlendu ekkert eftir hvað varðar spennu og dulúð. Þess er vandlega gætt að fyllsta trúnaðar sé gætt í frásögnum lögreglumannanna. Dómur hefur gengið í öllum málunum sem fjallað er um og þau því orðin opinber. Þrátt fyrir þetta ákváðu íslensku lögreglumennirnir að sýna fulla aðgát í nærveru sálar og forðast að nota rétt nöfn íslenskra sakamanna í sögunum sem hér fara á eftir, bæði þeirra vegna og ekki síður aðstandanda þeirra. Íslensku sögurnar endurspegla störf lögreglumanna, lýsa vel starfsumhverfi þeirra og eljusemi við rannsókn mála sem oft virðast óleysanleg. Í bókinni er einnig rakin saga lögreglunnar í Reykjavík til ársins 1918 og merkileg saga fingrafara- rannsókna hérlendis þar sem fyrsta sönnun glæps með fingrafari sannaði sekt manns sem var með pottþétta fjarvistarsönnun og hefði annars sloppið undan klóm réttvísinnar. Það er von okkar lögreglumanna að þessi bók sé kærkomin viðbót í þá stóru flóru sakamálabóka fyrir er á markaðinum, því hvergi er að finna sannari glæpasögur en einmitt hér.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
9788726523140.epub 776.7Kb EPUB Aðgangur lokaður epub
9788726523140.jpg 5.446Mb JPEG image Aðgangur lokaður Kápa

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta