#

Fjárlagafrumvarpið 2011 : niðurskurður að nafninu til

Skoða venjulega færslu

dc.date.accessioned 2013-10-07T14:21:36Z
dc.date.available 2013-10-07T14:21:36Z
dc.date.issued 2010-11-26
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/3481
dc.description Nánari upplýsingar veita Haraldur I. Birgisson aðstoðarframkvæmdastjóri VÍ og Björn Þór Arnarson hagfræðingur VÍ í síma 510-7100. is
dc.description.abstract Fjárlög næsta árs litu dagsins ljós við upphaf þings í byrjun október. Frumvarpið endurspeglaði erfiða stöðu ríkissjóðs og var það boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar. Áherslu átti nú að leggja á niðurskurð opinberra útgjalda, enda enn umtalsverður halli á ríkisrekstrinum og það þrátt fyrir tilkomu nýrra skatta og verulegra skattahækkana. Miðað við lýsingar fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu virðist sem svo sé raunin, en frumvarpið gerir í það heila ráð fyrir beinum aðgerðum til að bæta afkomu ríkissjóðs frá því sem ella hefðu orðið um 43 milljarða króna.

Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að taka verulega til í ríkisbúskapnum eigi markmið um sjálfbæran ríkissjóð að nást í samræmi við áætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Róa þarf öllum árum að því að þetta markmið náist enda meginforsenda þess að gjaldeyrishöftum verði aflétt og hagkerfinu aftur stýrt á rétta braut. Þessi vegferð verður nú að markast öðru fremur af niðurskurði opinberra útgjalda. Útgjöldum ríkissjóðs var leyft að vaxa nær hömlulaust undanfarin ár án þess að grundvöllur væri fyrir til lengri tíma. Þá hafa stjórnvöld með nýjum álögum gengið langt í að þurrausa tekjumöguleika. Þetta má sjá af samdrætti í nær öllum skattstofnum umfram áætlanir og þeim fjármagns- og fyrirtækjaflótta sem æ meira hefur orðið vart við undanfarið. Verði haldið áfram á sömu braut er hætt við vítahring skattahækkana til að bæta upp fyrir minnkandi skattstofna og samsvarandi dræmum vaxtarhorfum hagkerfisins.

Niðurskurður er hins vegar ekki auðveldur í framkvæmd, líkt og komið hefur á daginn. Þeir sem þurfa að þola samdrátt fjárheimilda eru skiljanlega ósáttir við sitt hlutskipti, enda sneitt að hagsmunum þeirra með einum eða öðrum hætti. Slíkum viðbrögðum verða stjórnvöld að mæta málefnalega og af festu án þess þó að missa sjónar á þeim heildarhagsmunum sem í húfi eru. Efnahagslegan stöðugleika verður að setja í forgrunn. Á það sérstaklega við nú þegar veigamiklar forsendur fjárlaga, á borð við hagvaxtarspár, eru að miklu leyti brostnar. Að óbreyttu þyrfti því frekar að ganga lengra í niðurskurði en upphaflega var áætlað. Auknar eða óbreyttar fjárheimildir á einum stað kalla því á mun takmarkaðri fjárheimildir annars staðar í ríkisrekstrinum.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Viðskiptaráð Íslands is
dc.relation.ispartofseries Skoðun Viðskiptaráðs ;
dc.relation.uri http://www.vi.is/files/2010.11.26-Skodun-Fjarlogin_2133178681.pdf is
dc.subject Fjárlagagerð is
dc.subject Fjárlög is
dc.subject Alþingi is
dc.title Fjárlagafrumvarpið 2011 : niðurskurður að nafninu til is
dc.type Smáprent is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2010.11.26-Skodun-Fjarlogin_2133178681.pdf 322.2Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta