#

Hagkvæmni ofar hagsmunum : samstaða um tæknilegar skattabreytingar

Skoða fulla færslu

Titill: Hagkvæmni ofar hagsmunum : samstaða um tæknilegar skattabreytingarHagkvæmni ofar hagsmunum : samstaða um tæknilegar skattabreytingar
URI: http://hdl.handle.net/10802/3480
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 02.11.2010
Ritröð: Skoðun Viðskiptaráðs ;
Efnisorð: Skattar
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/2010.11.02-Skodun-Hagkvaemni-ofar-hagsmunum_1276285508.pdf
Tegund: Smáprent
Athugasemdir: Nánari upplýsingar veita Björn Þór Arnarson hagfræðingur Viðskiptaráðs og Haraldur I. Birgisson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í síma 510-7100.
Útdráttur: Þau verkefni sem núverandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir eru ekki öfundsverð. Mikill niðurskurður blasir við og ljóst er að teknar hafa verið margar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir til að tryggja sjálfbærni ríkissjóðs. Ákvarðanir um leiðir til að brúa fjárlagagatið, niðurskurður eða tekjuöflun með skattahækkunum, koma ætíð til með að vera umdeildar og grundvöllur skoðanaskipta. Slíkur ágreiningur á og má ekki koma í veg fyrir samstöðu um lagfæringar á þeim brotalömum sem augljóslega eru til staðar og hafa í raun ekkert vægi í pólitískri umræðu. Nauðsynlegt er að leggja pólitískan ágreining um leiðir aðlögunar til hliðar í úrbótavinnu af því tagi.

Í nýlegri skýrslu Viðskiptaráðs og SA, Skattkerfi atvinnulífsins: Fjárfesting - atvinna - lífskjör, er leitast við að leggja umræðu um skattamál lið með uppbyggilegum ábendingum um það sem betur má fara í íslensku skattkerfi. Í skýrslunni er bent á fjölda brotalama sem eru skaðlegar fyrir atvinnulífið og lítill eða óskýr ávinningur er af fyrir hið opinbera. Í sumum tilfellum virðast ákvæði hafa verið innleidd eða þeim breytt án þess að heildaráhrif breytinganna hafi verið metin sem svo hafi haft ófyrirséðar afleiðingar eða ekki skilað tilætluðum árangri. Skýrslunni er skipt upp í 21 kafla þar sem eitt atriði er tekið fyrir í hverjum kafla. Af þessum atriðum eru 17, eða um 80%, sem ættu að vera hafin yfir pólitískt reipitog og stjórnmálamenn ættu því að geta sammælst um að breytinga sé þörf.

Mörg af þessum atriðum eru af tæknilegum toga en höfðu mun víðtækari áhrif en upphaflega var gert var ráð fyrir. Önnur varða séríslensk ákvæði, samræmingu við venjur í nágrannaríkjum eða margskattlagningu sem erfitt er að færa rök fyrir. Mörgum af þessum atriðum hefur nýlega verið breytt en önnur hafa verið við líði í fjölda ára og jafnvel áratugi.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2010.11.02-Skod ... r-hagsmunum_1276285508.pdf 247.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta