#

Ársskýrsla 2002–2003

Skoða venjulega færslu

dc.date.accessioned 2013-10-03T13:50:01Z
dc.date.available 2013-10-03T13:50:01Z
dc.date.issued 2004-02-11
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/3466
dc.description [ÚR INNGANGI FORMANNS] Það er við hæfi nú þegar við fögnum hundrað ára afmæli heimastjórnar á Íslandi að minnast sérstaklega þess gífurlega árangurs sem náðst hefur við að færa fátækt samfélag á norðurhjara heims í hóp með ríkustu þjóðum. Þótt án efa megi rekja þær umbætur, sem hafa orðið til þess að skapa hér þá hagsæld sem við þekkjum, heila öld aftur í tímann þá hlýtur síðasti áratugur að standa upp úr hvað þetta snertir. Á þeim tíma hefur atvinnulífið orðið vitni að breytingum sem flestar hafa verið kærkomnar og orðið til þess að efla það og styrkja. Íslendingar hafa í auknum mæli tekið virkari þátt í viðskiptalífinu með tilkomu almenns hlutabréfamarkaðar, sem hefur gert fyrirtækjum kleift að vaxa með hraða sem aldrei fyrr hefur verið mögulegur hér á landi.

Starfstímabil stjórnar Verslunarráðs sem nú lýkur störfum hefur verið ánægjulegt. Í störfum ráðsins hefur gætt áherslubreytinga í kjölfar þess að nokkur baráttumál ráðsins hafa náð fram að ganga. Einkavæðing hefur lengi verið eitt helsta baráttumál Verslunarráðs Íslands, en mikill árangur náðist með sölu ríkisbankanna. Önnur mál sem ráðið hefur talið til meginverkefna sinna eru skattamál, reglur á fjármagnsmarkaði, samkeppnismál og eftirlitsiðnaður. Þótt augljósum verkefnum einkavæðingar hafi nú fækkað með sölu margra stóru ríkisfyrirtækjanna er mikilvægt að halda áfram og er sölu Landssímans beðið með óþreyju. Ríkið þarf einnig að draga sig út úr samkeppnisrekstri margvíslegrar þjónustu sem það stundar. Efling atvinnulífsins hefur að mati Verslunarráðs kallað á umræðu um stjórnarhætti fyrirtækja og á síðasta ári hratt ráðið af stað vinnu með það að markmiði að leggja fram leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja.

Hópur manna hefur í þessum tilgangi komið saman síðan á haustdögum 2003 og er stefnt að því að störfum hópsins ljúki innan skamms. Þannig hefur Verslunarráð verið leiðandi í hinni eðlilegu umræðu um starfshætti fyrirtækja á Íslandi.

Með yfirskrift Viðskiptaþings í ár er ætlunin að vekja athygli á vaxandi ríkisútgjöldum og minna um leið á að ríkið getur leitað í smiðju atvinnulífsins um nýjar hugmyndir til að auka hagræðingu. Ríkið á að ekki að vera með umsvifamikinn rekstur þar sem samkeppni getur notið sín. Í skýrslu til Viðskiptaþings er fjallað um einkarekstur í mennta- og heilbrigðismálum og markaðsvæðingu í orkumálum. Í þessum greinum er ríkið í aðalhlutverki þó einstaklingar hafi bæði áhuga á að koma að málaflokkunum í ríkari mæli og starfsemin sé þess eðlis að hún henti vel til samkeppni. Verslunarráðið telur að minni ríkisumsvif á þessum sviðum margfaldi tækifæri þjóðarinnar.

Ég læt nú af formennsku í Verslunarráði eftir fjögurra ára tímabil. Ég vil þakka samstarfsfólki mínu í stjórn og á skrifstofu ráðsins ánægjuleg samskipti. Um leið og ég óska nýjum formanni velfarnaðar í starfi vona ég að Verslunarráðið eigi eftir að halda áfram að styrkja íslenskt atvinnulíf eins og það hefur gert frá upphafi, nú í 85 ár, þjóðinni til heilla.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Verslunarráð Íslands is
dc.relation.uri http://www.vi.is/files/%7Ba74f4d50-3f7f-4f24-addf-74ee7045318c%7D_arsskverslunarr2002-03.pdf is
dc.subject Verslun is
dc.title Ársskýrsla 2002–2003 is
dc.type Ársskýrsla is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
{a74f4d50-3f7f- ... arsskverslunarr2002-03.pdf 367.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta