#

Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012
URI: http://hdl.handle.net/10802/3460
Útgefandi: Umboðsmaður Alþingis
Útgáfa: 09.2013
Efnisorð: Stjórnsýsla
ISSN: 1670-3634
Tungumál: Íslenska
Tegund: Ársskýrsla
Athugasemdir: Sú skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012 sem hér fylgir er tekin saman og send Alþingi í samræmi við 12. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Í skýrslunni er gerð grein fyrir starfsemi umboðsmanns á árinu 2012 þar sem leitast er við að draga saman upplýsingar um starfsemina og gera þær aðgengilegar fyrir Alþingi og birta um leið opinberlega. Álit og aðrar niðurstöður umboðsmanns eru að jafnaði birtar þegar þær liggja fyrir á heimasíðu umboðsmanns (sjá www.umbodsmadur.is). Því er látið við það sitja að birta aðeins í skýrslunni reifanir og útdrætti einstakra mála sem umboðsmaður hefur fjallað um og talið er tilefni til þess að gera Alþingi grein fyrir.

Eins og áður hefur verið lögð áhersla á að afla upplýsinga um viðbrögð stjórnvalda við tilmælum umboðsmanns og gera Alþingi grein fyrir þeim. Í skýrslunni er gerð grein fyrir álitum og bréfum sem ég lauk sjálfur en einnig koma fram í skýrslunni upplýsingar um mál sem Róbert R. Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, lauk á árinu 2012 sem settur umboðsmaður. Efnistök eru með sama hætti og verið hefur undanfarin ár.

Reykjavík, 1. september 2013

Tryggvi Gunnarsson.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skýrsla umboðsmanns alþings 2012.pdf 1.086Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta