#

Norræn sakamál 2005.

Skoða venjulega færslu

dc.date.accessioned 2025-04-03T13:45:23Z
dc.date.issued 2022
dc.identifier.isbn 9788726523645
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/34512
dc.description.abstract Í þessari fimmtu bók í bókaflokknum Norræn sakamál eru að vanda tekin til meðferðar þau sakamál sem hvað mesta umfjöllun hafa fengið hvert í sínu landi á undanförnum misserum. Hæst ber án efa morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar í september 2003 og rannsóknina sem fylgdi í kjölfar þess. Þetta mál vakti alla Norðurlandabúa til umhugsunar um bæði eigið öryggi og öryggi stjórnmálamanna og þekktra persóna. Í kjölfar rannsóknarinnar beindust sjónir manna að ýmsum málum í samfélaginu svo sem málefnum innflytjenda, málefnum geðsjúkra og vinnubrögðum lögreglunnar. Sögurnar í bókinni eru sextán talsins og þar af fimm íslenskar. Flest málin hafa fengið umfjöllun í fjölmiðlum og ættu því að vera lesendum að einhverju leyti kunn. Frásagnirnar eru að vanda sagðar af lögreglumönnum sem stóðu að rannsókn þeirra. Í litlu samfélagi, eins og því sem við búum í, getur verið nokkuð vandasamt að fjalla um atburði eins og þá sem jafnan eru til umfjöllunar í þessum bókum. Jafnan er reynt að gera það samkvæmt bestu vitund og með þeim hætti að mál og málsatvik séu þungamiðja hverrar frásagnar en ekki þær persónur sem þar koma við sögu. Rannsóknaraðferðir lögreglunnar eru þau meginatriði sem reynt er að koma til skila í þessum frásögnum og vonandi hefur það tekist þokkalega. Ég hef nú látið af störfum sem ritstjóri bókaflokksins eftir að hafa ritstýrt síðustu fjórum bókum. Ég vil af því tilefni þakka lesendum bókanna góðar viðtökur og láta í ljós þá ósk mína að bókaflokkurinn sé kominn til þess að vera. is
dc.format.extent 1 rafrænt gagn. is
dc.language.iso is
dc.publisher SAGA Egmont is
dc.relation.ispartofseries Norræn sakamál ;
dc.subject Sakamál is
dc.subject Norðurlönd is
dc.subject Rafbækur is
dc.title Norræn sakamál 2005. is
dc.type Bók is
dc.description.embargo ævinlega ALL is
dc.date.embargo ævinlega
dc.identifier.gegnir 991012038299706886


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
9788726523645.jpg 4.537Mb JPEG image Aðgangur lokaður Kápa
9788726523645.epub 477.9Kb EPUB Aðgangur lokaður ePub

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta