Útdráttur:
|
Á árinu 2002 var sýndur í sjónvarpinu þáttur í þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál. Þátturinn bar nafnið ,,Hinn fullkomni glæpur“. Hann fjallaði um tvö óleyst ránsmál frá árinu 1995. Sýning þessa sjónvarpsþáttar átti sinn þátt í því að rannsókn þessara mála var hafin á ný þegar flestir höfðu gefið upp vonina um að þau leystust. Í bókunum „Norræn sakamál” segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum. |