dc.description.abstract |
“Við ætluðum bara í skíðaferð til Bergen.” Þetta var útskýring þriggja Rúmena eftir að lögreglan handtók þá grunaða um að hafa afritað greiðslukort margra aðila í Noregi. Lögreglumönnum, sem komu að yfirheyrslum yfir Rúmenunum, fannst framburður þeirra oft vera á mörkum gríns og alvöru. Lögreglumönnum, upprunnum í sunnanverðum Noregi, með góða þekkingu á staðháttum, fannst umhugsunarefni að menn færu í skíðaferð frá Rúmeníu til Noregs og þá til “vetraríþróttastaðarins” Bergen. Þetta var meðal annars eitt þeirra atriða sem lögreglan benti á við meðferð málsins fyrir dómi. Hinir grunuðu höfðu unnið heimavinnuna sína en ekki alveg nógu vel.Í bókunum „Norræn sakamál” segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum. |
is |