#

Sjúkrasaga Bróa

Skoða fulla færslu

Titill: Sjúkrasaga BróaSjúkrasaga Bróa
Höfundur: Heiður Óttarsdóttir
URI: http://hdl.handle.net/10802/3409
Útgáfa: 12.09.2012
Efnisorð: Sjúkraskýrslur; Heilbrigðiskerfi; Heilbrigðisþjónusta
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://issuu.com/heidurottars/docs/skyrsla
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Mig langar til að deila með ykkur vegferð mannsins míns Páls Valdimars Kolka en ég kýs að kalla Pál fyrir Bróa í þessu bréfi þar sem hann var ávallt kallaður Brói. Veikindi Bróa hófust í byrjun júlí mánaðar árið 2010 en þá leitaði hann til heimilislæknis, Salóme Ástu Arnardóttur vegna bólgu í eitlum í hálsi en lést síðar á krabbameinsdeild 11-G Landspítalans við Hringbraut þann 8. maí árið 2011.

Ég vona að ég að geti komið frá mér því sem hvílt hefur á mér, bæði fyrir og eftir andlát Bróa en ég er að þessu sérstaklega fyrir hann, að hans eigin ósk, og vil með því líka ljúka þessu ferli. Því verður sem sagt ekki lokið fyrr en þetta mál er frá og ég fái þau svör sem ég óska eftir frá ykkur.

Bréfið mun vonandi vera ykkur einnig til endurmats og til bóta fyrir þá sem málið varðar, þá helst þáverandi velferðaráðherra Íslands, Guðbjart Hannesson, forstjóra Landsspítalans Björn Zoëga sem og alla starfsmenn Landspítalans.

Ég hélt dagbók meðan á veikindum Bróa stóð, aðallega frá janúar 2011 og fram í maí 2011 og hef ég haft hana mér til stuðnings við þessi samantekt. Ég hét sjálfri mér að vera einlæg og heiðarleg í skrifum mínum. Mér finnst ekki síst mikilvægt að upplifun okkar hjónanna og hugrenningar á meðan veikinadatímabili hans stóð, komi líka skýrt fram í þessu bréfi.

Það kann að vera að þetta bréf komi óþægilega við suma en svo verður bara að vera. Það skal skýrt tekið fram að ég er ekki að í ganga í þetta mál og krefjast skýringa af neinni hefnigirni.

Ég ber heldur ekki kala til nokkurs manns á spítalanum og það gerði Brói ekki heldur. Það er ekki ásetningur minn að sverta mannorð neins heldur. En svona er þessi sjúkrasaga hans og upplifun okkar beggja. Henni verður aldrei breytt, ekki frekar en þeirri staðreynd að Brói kemur ekki til baka.

Ég tel mig vera heiðarlegan borgara sem hefur sterka réttlætiskennd og tel það einnig vera ríka ástæðu mína fyrir þessum skrifum. Ég hef fengið lögfræðing til að kæra þau mistök sem gerð voru þegar Brói leitaði sér lækninga í júlí 2010. Það liðu heilar 7-8 vikur þar til rétt greining kom fram og finnst mér miðað við þá þekkingu og reynslu sem læknar eiga að hafa það vera með öllu óásættanlegt. Það hefði getað skipt sköpum fyrir okkur ef að greiningin hefði verið rétt frá byrjun.

Ég hef einnig hugleitt að kæra Landspítalann fyrir þá skertu þjónustu sem manni mínum var veitt vegna skorts á sk. blóðlæknum í krabbameinslækningum á deild. 11-G , á Landsspítalanum við Hringbraut.

Þar sem ég fundaði bæði með Guðmundi Rúnarssyni lækini, einungis tveimur dögum fyrir andlát Bróa og síðar, eftir andlát hans með yfirlækninum á deild 11-G, Hlíf Steingrímsdóttir þann 4. ágúst s.l. En Hlíf var ég var reyndar að hitta þá í fyrsta sinn frá því að Brói greindist með krabbamein og þar til hann lést.

Markmið mitt með þessu bréfi er að greina rétt og skilmerkilega frá eftirfarandi upplifun á þessum atburðum og krefjast enn og aftur svara við þeim spurningum sem ég legg fram í þessu bréfi.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla.pdf 527.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta