Útdráttur:
|
Í ævintýrinu um Fiðluleikarann furðulega segir frá hljóðfæraleikara sem leiðist óskaplega einveran í skóginum. Hann byrjar að spila á fiðluna sína og óskar í leið eftir félagsskap. Til hans koma úlfur, refur og héri sem öll eiga sér þá ósk heitasta að læra á hlóðfærið. Fiðluleikarinn kærir sig hins vegar ekki um félagsskapinn og þarf að finna leið til að losa sig við dýrin.GrimmsævintýriÆvintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska. |