#

Greiðslumiðlun á Íslandi og verkefni Fjölgreiðslumiðlunar (FGM) : Umræðuskjal vegna athugunar Samkeppniseftirlitsins á undanþágubeiðni FGM skv. 15. gr. samkeppnislaga

Skoða venjulega færslu

dc.date.accessioned 2013-08-27T11:07:57Z
dc.date.available 2013-08-27T11:07:57Z
dc.date.issued 2009
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/3378
dc.description Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 Brot Greiðslumiðlunar hf., Kreditkorts hf. og Fjölgreiðslumiðlunar hf. á bannákvæðum samkeppnislaga var fjallað um alvarlegar samkeppnishömlur á greiðslukortamarkaðnum og í tengdri starfsemi. Í því máli viðurkenndi Greiðslumiðlun (nú Valitor hf.) að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust að nýjum keppinauti (PBS/Kortaþjónustan). Í málinu fólst einnig að Greiðslumiðlun og Kreditkort (nú Borgun hf. ) viðurkenndu að hafa haft með sér langvarandi og víðtækt ólögmætt samráð. Tók Fjölgreiðslumiðlun (FGM) að hluta til þátt í því. FGM viðurkenndi einnig að hafa brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishömlum samtaka fyrirtækja. FGM er í eigu viðskiptabankanna þriggja, sparisjóðanna, Seðlabanka Íslands og kortafyrirtækjanna Valitors hf. og Borgunar hf. Í umræddri ákvörðun sagði þetta:

„Innan Fjölgreiðslumiðlunar hefur farið fram mikið samstarf milli þeirra aðila sem eru eigendur þess félags. Samstarfið hefur lotið að tækni- og öryggisatriðum sem tengjast m.a. rafrænni greiðslumiðlun. Samstarf hefur einnig verið um viðskiptaleg málefni, aðallega sem tengjast starfsemi greiðslukortafyrirtækjanna. Hafa af þessari samvinnu leitt alvarleg brot á samkeppnislögum. Sökum þessa og í ljósi eðlis Fjölgreiðslumiðlunar sem samtaka fyrirtækja þykir rétt að fram fari heildstæð skoðun á starfsemi þess félags. Mun Fjölgreiðslumiðlun því, fyrir 1. maí nk., senda Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem óskað verður eftir undanþágu skv. 15. gr. samkeppnislaga vegna þess samstarfs sem aðildarfyrirtæki Fjölgreiðslumiðlunar telja nauðsynlegt (vegna t.d. öryggissjónarmiða) að fram fari á vegum félagsins. Mun Samkeppniseftirlitið leggja á þetta mat í nýju máli sem hefst þegar umrætt erindi berst.

Hjá Samkeppniseftirlitinu er nú til meðferðar og afgreiðslu beiðni frá Fjölgreiðslumiðlun hf. (FGM) um undanþágu fyrir tiltekna starfsemi félagsins. Er hér um að ræða beiðni um undanþágu frá 15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 vegna samstarfs sem aðildarfélög FGM telja nauðsynlegt að fram fari á vegum félagsins, t.d. vegna atriða tengdum öryggi eða hagræðingu. Helstu þættir í starfsemi FGM sem óskað er eftir undanþágu fyrir eru rekstur jöfnunarkerfis (JK kerfi) sem annast jöfnun uppsafnaðra greiðslufyrirmæla undir 10 milljónum króna, rekstur sameiginlegrar greiðslurásar fyrir greiðslukortaviðskipti (RÁS/XPS kerfi) auk ýmissa verkefna því tengdu og í þriðja lagi varðveisla og umsjón með reglum, fyrirmælum og samningum um einstaka greiðslumiðla.

Samkvæmt 15. gr. samkeppnislaga er unnt að veita undanþágu frá banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samstarfi keppinauta ef samstarfið uppfyllir öll þessi skilyrði:

· Stuðlar að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu eða efli tæknilegar og efnahagslegar framfarir,

· Veitir neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af því hlýst

· Leggur ekki höft á hlutaðeigandi fyrirtæki sem óþörf eru til að settum markmiðum verði náð og

· Veitir fyrirtækjunum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða.

Samkeppniseftirlitið getur sett skilyrði fyrir undanþágu.

Ljóst er að mál þetta varðar mjög mikilvæga starfsemi og brýnt að eðlileg samkeppnisskilyrði ríki á þessu sviði og að nýir keppinautar geti komist inn á markaðinn. Er skjal þetta sett fram með það að markmiði að leita sjónarmiða hjá hagsmunaaðilum á þeim mörkuðum sem tengjast almennri viðskiptabankastarfsemi, útgáfu greiðslukorta, færsluhirðingu og annarri starfsemi sem tengist meðferð og notkun greiðslukorta hjá söluaðilum. Er óskað eftir sjónarmiðum og athugasemdum um einstaka þætti í starfsemi FGM sem undanþágubeiðni félagsins tekur til eins og þeim er lýst í skjali þessu. Er umræðuskjal þetta liður í meðferð Samkeppniseftirlitsins á umræddri undanþágubeiðni og er því ætlað að stuðla að því að niðurstaða eftirlitsins hafi jákvæð áhrif á samkeppni.

Samkeppniseftirlitið telur gagnlegt í upphafi að setja fram stutta lýsingu á tildrögum að stofnun FGM, hlutverki félagsins samkvæmt samþykktum og nánar tilteknum þáttum í starfsemi þess. Umfjöllun þessi byggir á gögnum frá m.a. FGM. Rétt er einnig að taka fram að í umfjöllun í þessu skjali felst engin afstaða til þess hvort ákvæði samkeppnislaga hafa verið brotin eða til annarra atriða sem tengjast framkvæmd á samkeppnislögum eða til þess sem fram kemur í erindi FGM. Ber að virða alla umfjöllun í skjali þessu í ljósi þessa fyrirvara.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Samkeppniseftirlitið is
dc.relation.ispartofseries Umræðuskjal ;
dc.subject Fjármálafyrirtæki is
dc.subject Samkeppni í viðskiptum is
dc.title Greiðslumiðlun á Íslandi og verkefni Fjölgreiðslumiðlunar (FGM) : Umræðuskjal vegna athugunar Samkeppniseftirlitsins á undanþágubeiðni FGM skv. 15. gr. samkeppnislaga is
dc.type Skýrsla is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
umraeduskjal_ve ... .15.gr._samkeppnislaga.pdf 1016.Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta