#

Doktorsmenntun Íslendinga : Samantekt 2007

Skoða fulla færslu

Titill: Doktorsmenntun Íslendinga : Samantekt 2007Doktorsmenntun Íslendinga : Samantekt 2007
Höfundur: Ásdís Jónsdóttir 1972
URI: http://hdl.handle.net/10802/3339
Útgefandi: Rannís
Útgáfa: 04.2007
Efnisorð: Háskólanám
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: • Árið 2006 luku 54 Íslendingar doktorsnámi hér á landi og erlendis, 24 karlar og 30 konur1. Þetta er nokkuð svipaður fjöldi og á síðustu árum, en árið 2005 luku 59 doktorsnámi og árið 2004 voru þeir 57 (töflur 1 og 2).
• Doktorsvarnir frá Háskóla Íslands voru 15 árið 2006 en árið 2005 voru þær 14 og tíu árið þar á undan. Háskóli Íslands er eini íslenski háskólinn sem hefur brautskráð doktora.
• Nú stunda um 3.400 einstaklingarháskólanám á framhaldsstigi hér á landi. Þar af eru 232 í doktorsnámi við fjóra háskóla (tafla 3).
• Ríflega tvöfalt fleiri konur ljúka nú doktorsprófi á ári hverju en fyrir 10-15 árum. Körlum sem ljúka prófi hefur hins vegar fækkað um fjórðung á sama tímabili. Fjölgun doktora á síðustu árum hefur því orðið nokkru minni en búast hefði mátt við (mynd 1 og tafla 2). Nú er um og yfir helmingur þeirra sem lýkur doktorsprófi á ári hverju konur (57% árið 2006) (mynd 2).
• Um þriðjungur íslenskra doktora sem lauk prófi á árunum 1997-2006 var við nám í Bandaríkjunum. Næstflestir voru frá Svíþjóð eða um fimmtungur (mynd 3). Lítill munur er konum og körlum í þessu sambandi (myndir 3a og 3b).
• Íslenskum doktorum sem ljúka námi erlendis hefur fækkað, bæði hlutfallslega og í reynd (tafla 4 og mynd 4). Árin 2005 og 2006 lauk um fjórðungur allra útskrifaðra doktora prófi hér á landi en hlutfallið var vel innan við 10% á ári fyrir árið 2002.
• Um fjórðungur doktora sem útskrifaðist á árunum 1997-2006 kom úr félagsvísindum og álíka margir úr heilbrigðisvísindum. Lítið eitt færri luku gráðu í raunvísindum. Aðeins tíundi hluti doktorsvarna á tímabilinu var í verk- og tæknigreinum (mynd 5 og tafla 5). Engin fjölgun hefur orðið á þeim sem ljúka doktorsprófi í verk- og tæknigreinum á ári hverju, ef frá er talið árið 2002 sem sker sig úr (tafla 5).
• Nokkur munur er á vali kynjanna á námssviðum. Flestar konur sem luku doktorsprófi 1997-2006 voru á sviði félags- og heilbrigðisvísinda (samtals yfir 60%). Flestir karlar sem vörðu á sama tímabili luku gráðu í raunvísindum og litlu færri í heilbrigðisvísindum. Kynjamunurinn er mestur í verk- og tæknigreinum en karlar eru rúmlega 80% doktora síðustu 10 ára á sviðinu. Aðeins fjórar konur af hundrað sem ljúka doktorsgráðu eru í verkog tæknigreinum (myndir 5a og 5b).
• Konur eru að jafnaði um 2 ½ ári eldri en karlar við doktorsvörn eða 38,6 ára. Karlar eru að jafnaði 36,2 ára þegar þeir ljúka námi (tafla 6). Meðalaldur nýdoktora hefur haldist svipaður síðustu 10 ár.
• Á árunum 1997-2006 voru íslenskir doktorsnemar við bandaríska háskóla að jafnaði yngstir íslenskra doktorsnema þegar þeir luku prófi en hæsti meðalaldurinn var meðal þeirra sem luku prófi á Íslandi (tafla 7).


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
doktorsmenntun_islendinga 2007_576938833.pdf 147.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta