#

Greinargerð : starfshópur um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum

Skoða fulla færslu

Titill: Greinargerð : starfshópur um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnumGreinargerð : starfshópur um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum
URI: http://hdl.handle.net/10802/3317
Útgefandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Útgáfa: 09.10.2009
Efnisorð: Sveitarstjórnarmenn; Sveitarstjórnir; Kynjamismunun; Sveitarstjórnarmál
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Þrátt fyrir að hlutur kvenna í sveitarstjórnarkosningum hafi aukist síðustu áratugi hallar enn verulega á konur og eru þær nú um þriðjungur fulltrúa í sveitarstjórnum. Í sveitarstjórnarkosningum 2006 voru kjörnar 189 konur í 79 sveitarstjórnir eða 35,7% fulltrúa og 340 karlar eða 63,3%. Í fimm sveitarfélögum var engin kona kjörin í sveitarstjórn og aðeins í 11 sveitarstjórnum af 79 voru konur í meirihluta.

Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra telur æskilegt að unnið verði að því markmiði að hlutfall kvenna og karla í sveitarstjórnum verði sem næst 50% á landsvísu við sveitarstjórnarkosningarnar 2010 og að engin sveitarstjórn verði eingöngu skipuð öðru hvoru kyninu.

Í mars 2009 skipaði samgönguráðherra starfshóp sem fékk það hlutverk að meta leiðir og koma með tillögur um aðgerðir til stjórnvalda sem miðað geta að því að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem þá áttu sæti á Alþingi en þeir eru: Sigrún Jónsdóttir formaður, fulltrúi ráðherra, Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins, Herdís Þórðardóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Unnur Brá Konráðsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Auk þess skipaði ráðherra Halldór V. Kristjánsson, sérfræðing hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, í starfshópinn. Þá var óskað eftir því að félags- og tryggingamálaráðuneytið tilnefndi tengilið sem starfaði með hópnum og tilnefndi ráðuneytið Inga Val Jóhannsson deildarstjóra. Þá var einnig óskað eftir að Jafnréttisstofa tilnefndi sérfræðing sem starfað gæti með starfshópnum og tilnefndi Jafnréttisstofa Bergljótu Þrastardóttur, sérfræðing. Þá vann Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur á skrifstofu sveitarstjórnarmála, með hópnum.

Starfshópnum var falið eftirfarandi verkefni skv. skipunarbréfi:

• Að meta leiðir og koma með tillögur um aðgerðir til stjórnvalda sem miðað geti að því að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Aukinn hlutur kvenna 2009.PDF 419.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta