#

Mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum

Skoða fulla færslu

Titill: Mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkumMat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum
URI: http://hdl.handle.net/10802/3312
Útgefandi: Ríkislögreglustjórinn
Útgáfa: 2013
Efnisorð: Löggæsla; Hryðjuverk; Glæpahringir; Fíkniefni; Tölvuglæpir
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Eitt af hlutverkum greiningardeildar ríkislögreglustjóra samkvæmt reglugerð nr. 404/2007 er að vinna stefnumiðaða greiningu (e. „strategic analysis“) varðandi ógn af skipulagðri glæpastarfsemi til lengri tíma. Jafnframt er deildinni ætlað að leggja mat á ógn af hryðjuverkum. Mat þetta ber að vinna á viðtækum grunni sem taki mið af þróun mála hérlendis og erlendis. Jafnframt er greiningardeild ætlað að segja til um líklega framtíðarþróun á þessum tilgreindu sviðum.

Fyrsta skýrsla þessarar gerðar var unnin fyrir árið 2008. Í þeirri skýrslu og þeim sem á eftir fóru var dregin upp heildarmynd af skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Við gerð þeirrar skýrslu sem á eftir fer hefur greiningardeild stuðst við tiltækar upplýsingar úr gagnabönkum lögreglu, erlendar upplýsingar og þá einkum frá Norðurlöndum og alþjóðlegum löggæslustofnunum og trúnaðarupplýsingar sem greiningardeild hefur aflað.

Að auki er að þessu sinni tekið mið af upplýsingum sem greiningardeild aflaði vorið 2013 með trúnaðarsamtölum við aðila sem tengst hafa skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Þau samtöl þóttu gagnleg og fallin til að bregða nokkru ljósi á stöðu mála.

Megináherslan er lögð á að greina þróun og breytingar sem orðið hafa. Að öðru leyti er vísað til fyrri reglubundinna skýrslna greiningardeildar um skipulagða glæpastarfsemi og annarra þeirra sem ástæða hefur þótt til að vinna.
Í skýrslu ársins 2012 var að finna umfjöllun um svokölluð „hvítflibbabrot“ og skipulagða glæpastarfsemi með tilliti til rannsókna embættis sérstaks saksóknara. Vísað er til þeirrar umfjöllunar.

Seinni hluti hluti skýrslunnar hefur að geyma umfjöllun um mögulega hryðjuverkaógn á Íslandi og áhættumat.
Markmiðið með gerð skýrslunnar er nú sem fyrr að upplýsa almenning og ráðamenn um stöðu mála á þessum tilgreindu sviðum.

Lokið var við gerð skýrslunnar í júlímánuði 2013.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Haettumat_greiningardeildar_(3_utg )_ 2013.pdf 555.9Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta