#

Skýrsla vinnuhóps um endurskoðun á rekstrar og skattaumhverfi húsnæðisfélaga

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla vinnuhóps um endurskoðun á rekstrar og skattaumhverfi húsnæðisfélagaSkýrsla vinnuhóps um endurskoðun á rekstrar og skattaumhverfi húsnæðisfélaga
URI: http://hdl.handle.net/10802/3305
Útgefandi: Velferðarráðuneytið
Útgáfa: 11.2012
Efnisorð: Húsnæðismál; Rekstrarhagræðing; Skattar; Leigumál
ISBN: 978-9979-799-59-7
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Þann 4. október 2011 skipaði velferðarráðherra vinnuhóp um endurskoðun á rekstrar- og skattaumhverfi húsnæðisfélaga með það að markmiði að skoða hver aðkoma hins opinbera að húsnæðisfélögum gæti verið án beinnar aðkomu, svo sem með niðurgreiðslu á vöxtum. Með húsnæðisfélögum er átt við lögaðila sem leigja út íbúðarhúsnæði í atvinnuskyni en því til viðbótar nær umfjöllunin yfir einstaklinga sem leigja út slíkt húsnæði, hvort sem um stakar íbúðir er að ræða eða stærri eignir. Umfjöllun skýrslunnar snýr eingöngu að útleigu á íbúðarhúsnæði en tekur ekki til atvinnuhúsnæðis.

Í umfjölluninni er ekki gerður greinarmunur á rekstrarformum húsnæðisfélaga eða annarra sem leigja út íbúðarhúsnæði. Skýrslan hefur því hvorki að geyma samanburð á ólíkum rekstrarformum né tillögur um ný félagsform.

Vinnuhópinn skipa :

Björn Þór Hermannsson, skipaður af velferðarráðherra, formaður

Guðrún Þorleifsdóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti.

Valdís Eyjólfsdóttir, tiln. af Íbúðalánasjóði

Jón Ásgeir Tryggvason, tiln. af ríkisskattstjóra

Tryggvi Þórhallsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Guðrún Þorleifsdóttir starfaði með vinnuhópnum út janúar 2012.

Á fundi vinnuhópsins komu gestir til að ræða verkefni og hugmyndir hópsins, þau Sigurður Kr. Friðriksson frá Félagsbústöðum, Hákon Arnþórsson og Guðrún Björnsdóttir frá Félagsstofnun stúdenta, Gísli Bjarnhéðinsson frá Búseta, Daníel Björnsson frá Félagi löggiltra leigumiðlara, Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Stefán Halldórsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Óttar Snædal og Þröstur Sigurðsson frá Capacent, Guðríður Arnardóttir og Steingrímur Hauksson frá Kópavogsbæ, Björn Arnar Magnússon frá Brynju húsfélagi, Birgir Björn Sigurjónsson og Ásgeir Westergren frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Hafsteinn Pálsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Benedikt Jónsson frá Mannvirkjastofnun og Friðrik Ágúst Ólafsson frá Samtökum Iðnaðarins. Auk þess var milli funda vinnuhópsins haft samband við Búmenn hsf., Búseta á Norðurlandi, Yngva Örn Kristinsson hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, Martein Guðgeirsson hjá Íslandsbanka, Helga Bjarnason hjá Arion banka, Helga Teit Helgason hjá Landsbanka Íslands og Hildigunni Hafsteinsdóttur hjá Neytendasamtökunum.

Með hópnum starfaði Hrafnkell Hjörleifsson, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Endurskodun-a-r ... hverfi-husnaedisfelaga.pdf 426.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta