#

Hreint loft, betri heilsa : Umfjöllun um loftgæði og heilsufar á Íslandi ásamt tillögum til úrbóta

Skoða fulla færslu

Titill: Hreint loft, betri heilsa : Umfjöllun um loftgæði og heilsufar á Íslandi ásamt tillögum til úrbótaHreint loft, betri heilsa : Umfjöllun um loftgæði og heilsufar á Íslandi ásamt tillögum til úrbóta
Höfundur: Stefán Einarsson 1949 ; Valgerður Gunnarsdóttir 1955 ; Árný Sigurðardóttir 1957 ; Guðrún Pétursdóttir ; Hafsteinn Viðar Jensson 1961 ; Lilja Sigrún Jónsdóttir 1962 ; Sigurður Þór Sigurðarson 1968 ; Þorsteinn Jóhannsson 1963
URI: http://hdl.handle.net/10802/3300
Útgefandi: Velferðarráðuneytið; Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Útgáfa: 04.2013
Efnisorð: Andrúmsloft; Loftmengun; Heilsufar; Lýðheilsa
ISBN: 978-9979-799-64-1
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Loftmengun er fylgifiskur aukins mannfjölda og þéttbýlismyndunar á jörðinni og er hættuleg heilsu og lífsgæðum, einkum þeirra sem þjást af sjúkdómum í öndunarfærum eða hjarta og æðum. Loftmengun dregur úr lífslíkum manna og eru börn sérstaklega viðkvæm, því mengað loft getur valdið öndunarfærasjúkdómum hjá börnum og haft varanleg áhrif á lungnaþroska þeirra.
Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 2010 var tileinkaður áhrifum þéttbýlismyndunar á heilbrigði fólks og í tilefni hans stofnuðu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra til samstarfs umhverfisráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis um bætt loftgæði og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra skipaði í ágúst 2010 sameiginlegan stýrihóp heilbrigðisráðuneytis (nú velferðarráðuneytis) og umhverfisráðuneytis (nú umhverfis- og auðlindaráðuneytis) til að koma á fót samstarfsvettvangi um loftgæði og lýðheilsu. Stýrihópinn skipuðu:
* Stefán Einarsson, fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytis, formaður,
* Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytis, varaformaður,
* Lilja Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi Embættis landlæknis,
* Hafsteinn Viðar Jensson, fulltrúi Lýðheilsustöðvar, nú Embættis landlæknis,
* Árný Sigurðardóttir, fulltrúi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar,
* Guðrún Pétursdóttir, fulltrúi Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands,
* Sigurður Þór Sigurðarson, fulltrúi SÍBS,
* Þorsteinn Jóhannsson, fulltrúi Umhverfisstofnunar.
Með stýrihópnum starfaði Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, starfsmaður í velferðarráðuneytinu.
Við vinnu stýrihópsins var leitað upplýsinga hjá fjölda sérfræðinga og stofnana og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Verkefni stýrihópsins voru:
* Söfnun upplýsinga um loftgæði ásamt mati á áhrifum loftmengunar á heilsu fólks á Íslandi og þá sérstaklega barna og ungmenna. Mat á merkivísum sem gefa slíkar upplýsingar og þar með möguleika á að geta vaktað hvort tveggja á sýnilegan hátt.
* Að setja fram tímasetta áætlun með mælanlegum skrefum til þess að bæta loftgæði og draga úr áhrifum mengunar á börn.
* Að huga að fræðsluefni fyrir markhópa – sér í lagi fyrir ungbarnavernd, skólakerfið og foreldrafræðslu.
Í þessu riti er fjallað um helstu mengunarvalda lofts bæði inni og úti á Íslandi, magn, heilsufarsáhrif, vöktun og aðgerðir til að stemma stigu við skaðsemi þeirra. Einnig eru settar fram tillögur til úrbóta og mælt með vísum fyrir loftmengun af ýmsu tagi. Um er að ræða fyrstu heildarúttekt á loftgæðum á Íslandi og hafa höfundar lagt áherslu á að safna öllum tiltækum upplýsingum þar að lútandi og jafnvel unnið þær úr frumgögnum þegar nauðsyn krafði. Gerð er grein fyrir uppruna, eiginleikum og áhrifum loftborinna efna á heilsu. Rakin eru ákvæði laga og reglugerða og alþjóðlegra samninga sem Ísland á aðild að. Þar sem niðurstöður mælinga liggja fyrir eru þær bornar saman við heilsuverndarmörk eða önnur viðmið.
Umhverfis- og heilsuvísar (e. indicators) eru notaðir til þess að fylgjast með ástandi umhverfisins, útsetningu fyrir mengun og áhrifum hennar á heilsu sem og árangri af forvarna- og mótvægisaðgerðum. Gerð er grein fyrir þróun og notkun umhverfis- og heilsuvísa og settar fram tillögur um vísa fyrir loftgæði og heilsu ásamt lista yfir vísa sem þegar eru í notkun.
Ritið skiptist í tvo meginkafla ásamt skrá yfir heimildir. Í fyrri kaflanum eru stuttar samantektir ásamt tillögum sem hópurinn leggur fram. Samantektirnar eru útdráttur úr ítarlegri umfjöllun í seinni kaflanum þar sem einnig er getið heimilda. Í lok ritsins er heildarskrá yfir heimildir.
Það er von höfunda að þetta rit, sem er fyrsta heildstæða umfjöllunin um loftmengun á Íslandi, megi nýtast öllum þeim sem láta sig loftgæði og lýðheilsu varða.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Loftgaedaskyrslan_2013_04_16.pdf 2.039Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta