#

Karlar og jafnrétti : Skýrsla og tillögur um aukinn hlut karla í jafnréttismálum

Skoða fulla færslu

Titill: Karlar og jafnrétti : Skýrsla og tillögur um aukinn hlut karla í jafnréttismálumKarlar og jafnrétti : Skýrsla og tillögur um aukinn hlut karla í jafnréttismálum
URI: http://hdl.handle.net/10802/3299
Útgefandi: Velferðarráðuneytið
Útgáfa: 04.2013
Efnisorð: Jafnréttismál; Kynjamismunun; Stefnumótun
ISBN: 978-9979-799-68-9
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Tillögur starfshóps um karla og jafnrétti

Karlar og ofbeldi – kynbundið ofbeldi:

Tillaga 1: Brýn þörf er á frekari rannsóknum á ofbeldismenningu og þætti karla í henni. Með aukinni þekkingu á félagslegum ástæðum ofbeldismenningar má efla forvarnir gegn ofbeldi í nánum samböndum og öðrum tegundum ofbeldis.

Tillaga 2: Kynjafræði og nám um ofbeldi í nánum samböndum verði veigameiri hluti skólastarfs. Sérstaklega þarf að huga að og útfæra fræðslu fyrir drengi um tengsl siðferðis og samskipta í nánum samböndum.

Tillaga 3: Gerð verði sérstök greining á gagnsemi þess að auka hlut viðtals- og hópmeðferðar vegna ofbeldis í nánum samböndum, í tengslum við afplánun eða sem úrræði dómara við ákvörðun refsingar.

Karlar og umönnunarstefna – fæðingarorlof og forsjá barna:
Tillaga 4: Til að tryggja markmið fæðingarorlofslaga þarf hámark greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði að hækka. Greina verður möguleika til hækkunar sem tekur mið af tekjuviðmiðum eða meðallaunum á Íslandi.

Tillaga 5: Stefnt verði að tveggja vikna skyldubundnu fæðingarorlofi feðra. Á grundvelli samráðs við aðila vinnumarkaðarins og í kjölfar úttektar verði stefnt að því að feður, líkt og mæður, taki fæðingarorlof fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu barns.

Tillaga 6: Lagt er til að skapaður verði vettvangur fyrir feður til að bera saman bækur sínar og ræða málefni sem tengjast uppeldi og umönnun barna.

Tallaga 7: Starfshópurinn telur að kanna ætti grundvöll námskeiðs fyrir foreldra um afleiðingar skilnaðar á börn. Slík námskeið gætu orðið til þess að milda slæmar afleiðingar skilnaðar og styrkt markmið um jöfnun foreldraábyrgðar.

Tillaga 8: Lagt er til að gerð verði ítarleg rannsókn á félags-, laga-, og efnahagslegri stöðu meðlagsgreiðenda með áherslu á stöðu feðra sem ekki hafa lögheimili með börnum sínum. Lagt er til að í slíkri rannsókn verði lögð áhersla á að svara spurningum um möguleika foreldra til jafnrar þátttöku í uppeldi og umönnun.

Karlar, heilsa og lífsgæði:
Tillaga 9: Að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins verði stefnt að því að stytta vinnuvikuna. Almenn stytting vinnuvikunnar gæti haft margvísleg jákvæð áhrif á lífsgæði, heilsu og jafnrétti milli karla og kvenna.

Tillaga 10: Margt bendir til þess að karlmenn geti verið „fórnarlömb karlmennskuhugmynda“ sem rýri lífsgæði þeirra. Starfshópurinn leggur til að efnt verði til vitundarvakningar á breiðum grundvelli um þessi mál. Hér má benda á fyrirmyndir eins og Mottumars en sú aðferðafræði sem þar hefur verið beitt getur nýst víðar.

Tillaga 11: Kanna þarf hvort ákveðnir hópar karla fari á mis við þjónustu heilbrigðiskerfisins, ýmist vegna þess að þeir leita hennar ekki eða vegna þess að þjónustuna skorti. Huga þarf sérstaklega að samkynhneigðum körlum, eldri körlum og körlum af erlendum uppruna.

Karlar, klám og vændiskaup:
Tillaga 12: Starfshópurinn telur að tryggja verði að klám, áhrif kláms og klámvæðing séu til umræðu í samfélaginu. Rannsóknir á klámi og áhrifum kláms eru mikilvægar til að tryggja að umræða byggist á faglegum grunni.

Tillaga 13: Starfshópurinn leggur til að íslenskar rannsóknir á vændi verði stórefldar. Í rannsóknum þarf sérstaklega að varpa ljósi á vændiskaupendur – karla sem kaupa vændi.

Karlar, menntun og kynskiptur vinnumarkaður:
Tillaga 14: Gera þarf rannsókn á áhrifum staðalmynda á náms- og starfsval karla. Sérstaklega þarf að kanna tengslin milli námsvals, brottfalls úr framhaldsskólum og háskólanáms karla.
Tillaga 15: Gera þarf átak til að auka hlut karla í umönnunarstörfum og kanna leiðir til að vinna gegn fordómum gagnvart körlum sem vinna störf á sviðum umönnunar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Karlar_og_jafnretti.pdf 309.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta