Titill: | Byggðaáætlun fyrir Suðausturland 1998-2001Byggðaáætlun fyrir Suðausturland 1998-2001 |
Höfundur: | Hjördís Sigursteinsdóttir 1967 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/3275 |
Útgefandi: | Byggðastofnun |
Útgáfa: | 02.1998 |
Efnisorð: | Byggðaþróun; Stjórnsýsla; Suðausturland; Sveitarfélög; Dreifbýli |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Athugasemdir: | Þessi skýrsla greinir frá byggðaþróun og stöðu atvinnulífs í fimm sveitarfélögum á suðausturlandi. Staða svæðisins gagnvart atvinnulífi og byggðaþróun var könnuð og leitast var við að kanna möguleika til framtíðar. Auk þess var leitað eftir áformum ráðuneyta til framtíðaruppbyggingar opinberrar þjónustu á svæðinu og áform heimamanna könnuð. Í lokin eru svo tekin saman helstu verkefni sem eru í gangi og í býgerð vegna atvinnuuppbyggingar á svæðinu.
Vinna við gerð þessarar áætlunar hófst í nóvember 1996 og tengiliðir að hálfu sveitarfélaga á svæðinu voru Gísli Sverrir Árnason fyrir Hornafjarðarbæ, Óskar Steingrímsson fyrir Djúpavogshrepp, Þorsteinn Geirsson fyrir Bæjarhrepp, Sigurbjörn Jóhann Karlsson fyrir Borgarhafnarhrepp og Sigurgeir Jónsson fyrir Hofshrepp. Þessi hópur hittist í nokkur skipti á meðan á áætlanagerðinni stóð. Jón Ágúst Reynisson vann verkið fyrir hönd Byggðastofnunar. Þessi skýrsla hefur verið unnin á nánu samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu. Í upphafi var óskað eftir óskum heimamanna við val á spurningum til ráðuneyta. Sveitarfélögin lögðu sitt af mörkum við þá vinnu og vonandi nýtist það þeim við þeirra framtíðaráform. Sveitarfélögin hafa, þegar þetta er ritað, hafið formlegar viðræður um sameiningu sýslunnar í eitt sveitarfélag. Það ferli fer að öllum líkindum fram með meiri hraða en gert er grein fyrir í þessari skýrslu. Þessi skýrsla var að mestu leyti skrifuð áður en kosið var um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Skaftafellssýslu. Sums staðar í skýrslunni er þar af leiðandi að finna umfjöllun sem ekki er lengur í fullu gildi. Að margra áliti hefur gerð áætlunarinnar haft áhrif í þá átt að sameiningin varð að veruleika. |
Útdráttur: | Það sem kom fram við gerð þessarar áætlunar á vettvangi sveitarstjórna og ríkisvalds var eftirfarandi:
Sveitarstjórnarstig Þegar vinna við byggðaáætlun fyrir suðausturland hófst kom snemma fram vilji hjá sveitarfélögunum á svæðinu til að auka samvinnu og ganga til sameiningarviðræðna. Skömmu eftir að áætlunin fór fyrir stjórn Byggðastofnunar var ákveðið að ganga til kosninga um sameiningu allra fjögurra sveitarfélaganna í Austur- Skaftafellssýslu. Kosningin fór fram í lok nóvember 1997 og var samþykkt í öllum sveitarfélögum. Það verður því nýtt sveitarfélag sem verður til eftir sveitarstjórnarkosningar vorið 1998. Auk þess var rætt um að auka samvinnu á milli Djúpavogs og Austur- Skaftafellssýslu. Fram koma í áætluninni tillögur um aukið samstarf á sviði tæknimála, skólamála, heilbrigðis- og öldrunarmála, eldvarnareftirlits, sorpmála, ferðamála, hafna og menningarmála. Gert er ráð fyrir að samstarf hefjist á áætlunartímabilinu og jafnvel verði skoðað, með hliðsjón af reynslu samvinnuverkefnanna, hvort sameina skuli sveitarfélögin beggja vegna Hvalness. Ríkisvald Flest ráðuneyti fengu fyrirspurnir í bréfum en spurningarnar voru að miklu leyti fengnar hjá sveitarstjórnarmönnum á svæðinu. Hér verður stiklað á stóru úr svörum ráðuneytanna. Samgönguráðuneyti Í svari samgönguráðuneytis við fyrirspurn um það hvort búast megi við byggingu á brú og lagningu nýs vegar við Hornafjarðarfljót á áætlunartímabilinu, kom fram að sú brú sé enn í þokkalegu ástandi og með viðunandi burðarþol og framkvæmdahraði ráðist af því. Þegar ráðuneytið var spurt um framkvæmdir við nýja brú yfir Jökulsá í Lóni kom fram að sú framkvæmd væri brýnni vegna þess að sú brú væri með óviðunandi burðarþol. Ráðuneytið var einnig spurt um það hvort til væru áætlanir sem tengdust auknum ágangi sjávar við Jökulsárlón og brúna þar. Fram kom í svari ráðuneytisins að búast mætti við að ágangur sjávar minnkaði þar á næstunni en ef svo færi að hann héldi áfram, þá væri hægt að færa brúna um 400 m. innar í landið. Ráðuneytið var spurt um hugsanlegan veg yfir Öxi með tilliti til bætts aðgangs að þjónustu til Egilsstaða. Fram kom í svari ráðuneytisins að ekki væri fyrirhugað að bæta þann veg á næstu árum vegna annarra mikilvægari verkefna. Samgönguráðuneytið var auk þess spurt um álit þess á því að sveitarfélög tækju til sín rekstur, viðhald og þjónustu á þjóðvegum innan sveitarfélagamarka. Ráðuneytið svaraði því að ekki væri rétt og eðlilegt að slíkt yrði gert, þrátt fyrir heimild í lögum þess efnis. Spurt var um afstöðu ráðuneytisins til nýs hafnarsvæðis sunnan Óslands en fram kom í svari að það væri ekki inni á hafnaáætlun en þó hefði farið fram frumkönnun á þessum kosti. Ráðuneytið var spurt um það hvort framkvæmdir væru fyrirhugaðar við flugvöllinn á Hornafirði en fram kom í svari að verið væri að bæta blindflugsskilyrði og verið væri að ljúka framkvæmdum við lengingu flugbrautarinnar. Menntamálaráðuneyti Ráðuneytið var spurt um ástæður fyrir skerðingu fjármagns og skorti á framtíðarsýn vegna Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu. Fram kom í svari ráðuneytisins að verið væri að vinna að þriggja ára samstarfssamningi á milli ráðuneytisins og skólans sem tryggði honum starfsgrundvöll það tímabil. Dómsmálaráðuneytið Ráðuneytið var spurt um það hvort eðlilegt gæti talist að íbúar Djúpavogs þurfi að leggja á sig ferðalag til Eskifjarðar til að leita Sýslumannsþjónustu á meðan mun styttra er til Hornafjarðar til sambærilegs embættis. Eins var spurt hvort hægt væri að auka starfsemi Lögreglu á Djúpavogi. Fram kom í svari ráðuneytisins að ekki væru fyrirhugaðar breytingar á þessari starfsemi á svæðinu nema hugsanlega með niðurstöðu þingmannanefndar sem hefur málið til umfjöllunar. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
Sudaust.pdf | 269.5Kb |
Skoða/ |