#

Sóknaráætlanir landshluta : Stöðugreining 2012 : Yfirlit

Skoða fulla færslu

Titill: Sóknaráætlanir landshluta : Stöðugreining 2012 : YfirlitSóknaráætlanir landshluta : Stöðugreining 2012 : Yfirlit
URI: http://hdl.handle.net/10802/3267
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 12.12.2012
Efnisorð: Stefnumótun; Ísland; Atvinnulíf
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Í stefnuáætluninni Ísland 2020 eru sóknaráætlanir landshluta tilgreindar sem mikilvægt verkefni, samstarfsverkefni innan hvers landshluta, milli landshluta og á milli stjórnsýslustiga. Stýrinet allra ráðuneyta hefur mótað form sóknaráætlana landshluta í samráði við landshlutasamtök sveitarfélaga. Í því starfi varð ljós þörf á stöðugreiningu fyrir landshlutana sem lýsti stöðu nokkurra mikilvægra samfélagsþátta við upphaf gerðar sóknaráætlana og var Byggðastofnun falið að vinna það verk.
Stöðugreiningar landshlutanna eru settar fram á myndrænan og samræmdan hátt fyrir alla landshlutana en texti er knappur. Ætlunin er að móta kvarða um tilgreinda þætti þannig að auðvelt verði að lesa af, bera saman þróun í hverjum landshluta milli tímaskeiða og milli landshluta.
Kvarðarnir eru fáir í upphafi en gert er ráð fyrir að þeir þróist með sóknaráætlunum, kvarðar breytist, verði skipt út og þeim fjölgi. Valdir hafa verið samfélagsþættir í stöðugreininguna sem teljast mikilvægir og að grundvöllur upplýsinga um þá sé traustur og uppfærsla þeirra auðveld og aðgengileg. Þar getur þó brugðið til beggja vona því upplýsingar um marga mikilvæga samfélagsþætti hafa ekki verið aðgengilegar en aðgengið er að aukast og upplýsingarnar þróast hratt um þessar mundir ekki síst svæðagreindar upplýsingar. Enn eru stöðugreiningarnar því nefndar drög og til þess ætlast að upplýsingar þróist og þar með þessar stöðugreiningar í samskiptum þeirra sem þátt eiga í mótun sóknaráætlana.
Stöðugreiningar landshlutanna geta nýst landshlutasamtökunum við mótun sóknaráætlana í umræðum og mótun stefnumiða, tillagna og áherslna á aðgerða- og rannsóknasvið.
Unnið hefur verið að stöðugreiningunum á þróunarsviði Byggðastofnunar síðla árs 2012 og í samráði við landshlutasamtök sveitarfélaga og stýrinet ráðuneytanna um val á kvörðum og lýsingu staðhátta. Því verður haldið áfram sem og vinnu við að koma gögnum í aðgengilegt horf á heimasíðu Byggðastofnunar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Soknaraaetlun_Heild_2012.pdf 3.473Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta