dc.date.accessioned | 2013-08-12T16:17:33Z | |
dc.date.available | 2013-08-12T16:17:33Z | |
dc.date.issued | 2001-03 | |
dc.identifier.uri | http://hdl.handle.net/10802/3261 | |
dc.description | Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu undanfarin ár. Segja má að fyrst hafi komist verulegur skriður á sameiningu sveitarfélaga árið 1993 en þá var kosið um sameiningu sveitarfélaga um allt land að frumkvæði þáverandi ríkisstjórnar. Niðurstöður þeirra kosninga skiluðu ekki miklum árangri en síðan hafa allmörg sveitarfélög sameinast og stjórnsýslueiningar stækkað.
Í þessu verkefni er ætlunin að skoða hvaða áhrif sameining sveitarfélaga hefur haft á byggðaþróun. Hér verða skoðuð áhrif á íbúaþróun og atvinnulíf nokkurra sveitarfélaga, þar sem nokkurra ára reynsla er komin á sameininguna. Verkefnið er unnið í samvinnu Þróunarsviðs Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri. Niðurstöður þessa verkefnis gætu síðan leitt til frekari rannsókna. Mætti þá meta fleiri þætti, svo sem áhrif á sveitarstjórnarstigið, hver reynsla nágrannaþjóðanna hefur verið og hver er líkleg þróun þessara mála í framtíðinni. Einnig mætti þá athuga áhrif af sameiningu sem nýlega hefur átt sér stað, þ.e. fylgja sameiningunni frá byrjun og nokkurn tíma áleiðis. Þessar framhaldsrannsóknir eru hins vegar síðari tíma ákvörðun. |
is |
dc.description.abstract | Þessi skýrsla fjallar um áhrif sameiningar sveitarfélaga á atvinnu- og íbúaþróun. Tekin eru til athugunar fjögur dæmi um sameiningu sveitarfélaga með mismunandi byggðamynstur.
Þau markmið og rök, sem nefnd um skiptingu landsins í sveitarfélög taldi fyrir sameiningu sveitarfélaga (bls. 2 í þessari skýrslu) fjalla að mestu leyti um þjónustu, stjórnsýslu og lögbundin verkefni sveitarfélaganna. Aðeins er hægt að tengja atvinnu- og íbúaþróun óbeint við nokkur markmiðanna, og því erfitt að segja á grundvelli niuðurstaðna þessarar skýrslu hvort sameiningin hafi uppfyllt þau markmið. Varðandi atvinnu- og íbúaþróun almennt, má hins vegar draga þær ályktanir að öll sveitarfélögin hafa að ýmsu leyti hagnast á sameiningu og nýtt sér aukna möguleika. Niðurstöðurnar benda til að stærri sveitarfélög hagnist meira á sameiningunni hvað þessa þætti varðar. Sameiningin hefur alls staðar haft jákvæð áhrif á menntun, opinbera þjónustu, skipulag sog umhverfismál og lýðræði og félagslegt umhverfi, þ.e. þá þætti sem heyra beint undir sveitarfélögin. Varðandi þá þætti þar sem sveitarfélögin virka meira sem hvati en beinn aðili, virðast stærri sveitarfélögin hafa komið betur út. Minni sveitarfélög gætu nýtt sameinaða krafta betur til að auka fjölbreytni atvinnulífs og bæta markaðssetningu sveitarfélagsins til fólks og fyrirtækja. Einnig gætu þau reynt að auka framboð á menningu og afþreyingu. Betur mætti nýta sameininguna til samgöngubóta í fámennari sveitarfélögunum, bæði hvað varðar vegabætur og samnýtingu ýmiss aksturs á vegum hins opinbera og einkaaðila. Hér ber þó að gera þá fyrirvara að hér eru aðeins athuguð fjögur dæmi um sameiningu sveitarfélaga, og einnig er skammt liðið frá sameiningunni, þannig að áhrif sameiningarinnar eru tæplega komin fyllilega í ljós. |
is |
dc.language.iso | is | |
dc.publisher | Byggðastofnun | is |
dc.subject | Sameining sveitarfélaga | is |
dc.subject | Byggðaþróun | is |
dc.subject | Mannfjöldi | is |
dc.subject | Atvinnulíf | is |
dc.title | Sameining sveitarfélaga : Áhrif á atvinnu- og búsetuþróun | is |
dc.type | Skýrsla | is |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
sameining_sveitafelaga.pdf | 210.8Kb |
Skoða/ |