#

Samantekt um gagnaflutninga

Skoða fulla færslu

Titill: Samantekt um gagnaflutningaSamantekt um gagnaflutninga
Höfundur: Þórarinn Sólmundarson
URI: http://hdl.handle.net/10802/3260
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 20.10.2000
Efnisorð: Netið; Fjarskipti
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Gjaldskrábreytingar Landssíma Íslands hf. hafa verulega bætt samkeppnisstöðulandsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu á sviði gagnavinnslu hverskonar. Eftirfarandiumfjöllun byggist að stærstum hluta á kynningarefni frá Landssíma Íslands hf og viðtölum við Björn Davíðsson Snerpu ehf Ísafirði og Rögnvald Guðmundsson hjá Skrín ehf Akureyri.

Meginþættir í verðmyndun fjarskiptaþjónustu er annarsvegar kostnaður við stofnlínukerfið sjálft oghinsvegar nýting þess. Þessir tveir þættir eru ákvarðandi um verð á leigulínum í stofn- ognotendalínukerfum Símans. Mjög mikilvægt er að nýting stofnlínukerfisins sé sem best því bættrinýtingu fylgir bætt afkoma þrátt fyrir lækkun á einingaverði. Aukin umferð í fjarskiptakerfunumgefur færi á enn frekari lækkunum. Landssímanum ber að miða verðlagningu á leigulínum viðkostnaðarverð og eðlilega arðsemi, þannig að bættur rekstrarárangur á þessu sviði getur gefiðforsendur til enn frekari til lækkunar á einingaverðum.

Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir breytingum á gjaldskrá Landssímans hf og þeimákvörðunum sem teknar hafa verið og miða að eflingu gagnaflutningsþjónustu hverskonar viðalmenning og atvinnulíf í landinu.
Skv. íslenskri fjarskiptalöggjöf og reglum hins Evrópska efnahagssvæðis ber Símanum að byggjaverðskrár fjarskiptaþjónustu á raunverulegum tilkostnaði. Þessum reglum er ætlað að tryggjaeðlilegt samkeppnisumhverfi og á þessum grundvelli er verð á fjarskiptaþjónustu Landssímansákveðið.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
samantekt_um_gagnaflutninga.pdf 107.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta