#

Noregsferð Atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar

Skoða fulla færslu

Titill: Noregsferð Atvinnuþróunarfélaga og ByggðastofnunarNoregsferð Atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar
URI: http://hdl.handle.net/10802/3256
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 12.2001
Efnisorð: Byggðaþróun; Byggðastefna; Noregur
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Í desember árið 2001 fór hópur atvinnuráðgjafa og starfmanna Byggðastofnunar í námsferð til Noregs. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast atvinnu- og byggðaþróunarkerfi Noregs. Skipuleggjendur ferðarinnar voru þau Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdarstjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, og Ingunn Helga Bjarnadóttir, starfsmaður þróunarsviðs Byggðastofnunnar. Aðrir ferðalangar voru: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnuráðgjafi hjá Þróunarstofu Austurlands, Hrefna B. Jónsdóttir atvinnuráðgjafi hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Benedikt Guðmundsson atvinnuráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Helga Sigrún Harðardóttir atvinnuráðgjafi hjá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Þorsteinn Sverrisson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Vestmannaeyja, og Þórarinn Sólmundarsson starfsmaður þróunarsviðs Byggðastofnunar.
Eins og sjá má af þessari samantekt var margt skoðað í ferðinni og ljóst að ferðalangarnir eru nú margs vísari um byggða- og atvinnuþróun hjá frændum okkar Norðmönnum. Fyrst var ferðinni heitið til Tromsö þar sem dvalist var í tvo daga og fyrirtæki og stofnanir heimsóttar, t.a.m. svæðisskrifstofa SND, háskólastofnanir, fiskeldisrannsóknarstöð, höfðustöðvar Tromsfylkis og skrifstofa sveitarfélagsins Tromsö. Þá var haldið til Ósló þar sem ráðuneyti byggða- og sveitarstjórnarmála var heimsótt, einnig höfuðstöðvar SND og Norræni Iðnlánasjóðurinn.
Uppbygging þessarar samantektar er með þeim hætti að fyrir hvern dag ferðarinnar voru skipaðir ritarar úr hópunum sem tóku saman efni dagsins og birtist það hér.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
noregsferd.pdf 1.610Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta