Titill: | Þýðing Kísiliðjunnar fyrir efnahag og atvinnulíf í Mývatnssveit : Greinargerð unnin fyrir stjórn ByggðastofnunarÞýðing Kísiliðjunnar fyrir efnahag og atvinnulíf í Mývatnssveit : Greinargerð unnin fyrir stjórn Byggðastofnunar |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/3244 |
Útgefandi: | Byggðastofnun |
Útgáfa: | 10.1997 |
Efnisorð: | Kísill; Mývatnssveit; Byggðaþróun; Atvinnulíf |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Athugasemdir: | Stjórn Byggðastofnunar gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 13. ágúst 1997 sem haldinn var í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit: "Stjórn Byggðastofnunar felur forstjóra að láta gera könnun á þýðingu Kísiliðjunnar fyrir efnahag og atvinnulíf í Mývatnssveit og Þingeyjarsýslu og hver áhrifin yrðu á byggðaþróun ef starfsemi hennar nyti ekki við." Samþykktin er gerð vegna þeirrar óvissu sem ríkir varðandi áframhaldandi vinnsluleyfi verksmiðjunnar. Núverandi leyfi Kísililiðjunnar er til ársins 2010, en miðað við efnistöku dugir námasvæði í Ytriflóa einungins fram til ársins 2003.
Í þessari skýrslu er eingöngu unnið út frá samþykktinni, þ. e. reynt er að meta áhrif þess að starfsemi verksmiðjunnar hætti. Hér er ekki fjallað um aðgerðir sem til greina koma ef svo færi, eða um aðra kosti í atvinnu í sveitarfélaginu og í sýslunni og ekki heldur um forsendur vinnsluleyfis og tengda þætti. Forráðamönnum Kísiliðjunnar hf og World Minerals Ísland ehf (WMÍ), sveitarstjóra Skútustaðahrepps og bæjarstjóra Húsavíkur voru send bréf með fyrirspurnum um þá þætti sem samþykktin kvað á um og síðan var fundað með ofangreindum aðilum þegar svör höfðu borist. Einnig var haft samband við forráðamenn þeirra fyrirtækja sem Kísiliðjan hf á mest viðskipti við. Þessum aðilum er þakkað fyrir skýr og greinargóð svör. Önnur gögn sem stuðst hefur verið við eru reikningar Kísiliðjunnar og WMÍ, reikningar sveitarfélaganna og upplýsingar úr gagnabanka Byggðastofnunar. Mest af upplýsingum er um tímabilið 1994-1996 en frá þessu eru nokkur frávik. Allar fjárhæðir eru á verðlagi hvers árs. Í skýrslunni er fyrst fjallað um byggðaþróun í Skútustaðahreppi. Fjallað er um ýmsa þætti og einkenni íbúa og atvinnulífs og vægi Kísiliðjunnar í atvinnulífinu. Reynt er að meta afleiðingar þess fyrir byggðarlagið að starfsemi verksmiðjunnar hætti og áhrif þess á rekstur og efnahag sveitarsjóðs. Gerð er grein fyrir rekstri Kísiliðjunnar og WMÍ og helstu viðskiptum sem fyrirtækin eiga við innlenda aðila. |
Útdráttur: | Í kjölfar þess að Kísiliðjan var reist fjölgaði íbúum í hreppnum töluvert og enn frekar þegar Kröfluvirkjun tók til starfa. Íbúafjöldinn náði hámarki árið 1984 en þá bjuggu í hreppnum 590 manns. Íbúum hefur hins vegar fækkað töluvert á síðustu 12 árum og í lok árs 1996 voru skráðir íbúar um 470.
Líklegt má telja að 75 ársverk myndu hverfa úr atvinnulífi hreppsins ef starfsemi Kísiliðjunnar hætti og um 210 íbúar þyrftu að finna sér annað lífsviðurværi að öðru óbreyttu. Eftir stæði 260 manna samfélag sem að stórum hluta væri í dreifbýli, með um 130 ársverk og um 10% lægri meðallaun en nú er. Reikna má með að tekjur sveitarsjóðs gætu dregist saman um helming. Hins vegar er óljósara hver áhrifin yrðu á rekstur einstakra málaflokka. Rekstur þjónustu sem einkum tengist þéttbýlinu, t.d. hitaveitu, vatnsveitu og holræsaog gatnakerfis yrði án efa mjög erfiður og nýting skóla og íþróttahúss mun lakari en nú er. Áhrif á Húsavík yrðu fyrst og fremst um 4% samdráttur í tekjum bæjarsjóðs auk þess sem minni verkefni yrðu í tengslum við útflutning um Húsavíkurhöfn. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
kisilidjan_thyding.pdf | 861.8Kb |
Skoða/ |