#

Greinargerð um flutningskostnað

Skoða fulla færslu

Titill: Greinargerð um flutningskostnaðGreinargerð um flutningskostnað
URI: http://hdl.handle.net/10802/3234
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 2005
Efnisorð: Flutningar (samgöngur); Hagfræði; Dreifbýli; Atvinnulíf
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Ísland er 103.000 km2 og fjöldi íbúa er 290.570. Landið er afar strjálbýlt með um 3 íbúa á km2. Utan höfuðborgarsvæðisins búa 108.600 eða 1,1 íbúi á km2. Yfir 60% íbúa býr á höfuðborgarsvæðinu og um 75% íbúa innan klukkustundaraksturs frá því. Íbúum hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum og áratugum, en á sama tíma hefur verið umtalsverður brottflutningur af landsbyggðinni. Mynd 1 sýnir íbúafjölda á svæðum sem gerð er tillaga um að endurgreiða hluta flutningskostnaðar. Á svæði í 150-399 km fjarlægð frá Reykjavík (25% endurgreiðsla) búa um 32.000 eða um 11% íbúa landsins. Á svæði í meira en 400 km fjarlægð frá Reykjavík (30% endurgreiðsla) búa um 30.000 manns eða rúmlega 10% íbúa landsins. Þéttleiki byggðar er langt undir 12,5 íbúum/km2.
Markalínur svæðanna miða við 150 km og 400 km fjarlægð frá Reykjavík. 150 km mörkin taka mið af því að fyrirtæki í innan við 150 km geta nýtt sér markaðssvæði höfuðborgarsvæðisins með tiltölulega auðveldu aðgengi. Að auki eru samgönguaðstæður sem afmarka þetta svæði að hluta, t.d. fjallvegir milli sunnanverðs og norðanverð landsins og vegur um sandana á Suðurlandi. Hins vegar þótti eðlilegt að hafa hærra endurgreiðsluhlutfall fyrir byggðarlög sem eru mjög fjarri höfuðborgarsvæðinu og eyjar. Á þessum svæðum er byggð afar dreifð og flutningar því kostnaðarsamir. Meðfylgjandi kort sýnir skiptingu landsins miðað við endurgreiðslusvæðin. Kortið sýnir þó ekki nákvæmlega hvar mörk svæðanna liggja, þar sem það byggir á stjórnsýslueiningum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Greinargerd_um_flutningskostnad.pdf 214.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta