dc.description |
Tildrögin að gerð þessarar skýrslu voru þau að forráðamenn Suðurfjarðahreppa á Austurlandi óskuðu eftir því við Byggðastofnun, í ágúst 1989, að gerð yrði byggðaáætlun fyrir Suðurfirði samanber þingsályktunartillögu Egils Jónssonar, Jóns Kristjánssonar og Hjörleifs Guttormssonar sem lögð var fram á Alþingi vorið 1989. Ákveðið var að ráða Elísabetu Benediktsdóttur á Reyðarfirði til þess að starfa á vegum stofnunarinnar að þessu verkefni og skyldi hún vinna verkið í samvinnu við fasta starfsmenn stofnunarinnar, Emil Bóasson og Bjarna Einarsson, aðstoðarforstjóra Byggðastofnunar. Er skýrslan unnin af þessum starfsmönnum með þeirri undantekningu að kaflinn um sameiningar- og fjármál sveitarfélaga er unninn af Kristófer Oliverssyni skipulagsfræðingi hjá Byggðastofnun. Starfsáætlun Byggðastofnunar, sem gerði ráð fyrir þessari byggðaáætlun var samþykkt af stjórn stofnunarinnar hinn 6. febrúar 1990. Yfirumsjón með verkinu hefur haft Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar.
Heimildasöfnun hófst í apríl 1990 og verkinu lauk í október 1990. |
is |