#

Atvinnumál í Ísafjarðarbæ og Hrísey

Skoða fulla færslu

Titill: Atvinnumál í Ísafjarðarbæ og HríseyAtvinnumál í Ísafjarðarbæ og Hrísey
Höfundur: Haraldur L. Haraldsson 1952
URI: http://hdl.handle.net/10802/32150
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 1999
Efnisorð: Byggðamál; Atvinnumál; Skýrslur; Ísafjarðarkaupstaður; Hríseyjarhreppur
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: https://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/atvinnumal_i_hrisey.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991015835151806886
Útdráttur: Í framhaldi af því að skýrsluhöfundur hefur unnið að atvinnumálum í Ísafjarðarbæ ogHrísey hefur þessi skýrsla verið tekin saman að beiðni stjórnarformanns Byggðastofnunar. Það er sammerkt með báðum þessum sveitarfélögum að alvarlegt ástand er komið uppí atvinnumálum þeirra. Veiðiheimildir hafa dregist verulega saman og stóratvinnurekandi á hvorum stað hefur tekið ákvörðun um að hætta rekstri. Því er ljóstað verði ekki brugðist skjótt við munu margir íbúar þessara sveitarfélaga missa atvinnu sína. Í framhaldi af vinnu skýrsluhöfundar að atvinnumálum á Þingeyri bað sveitarstjórn Hríseyjarhrepps skýrsluhöfund aðstoðar við uppbyggingu atvinnumála í eynni eftir að Snæfell hf. tók ákvörðun um að hætta öllum rekstri fyrirtækisins í Hrísey. Stjórn Byggðastofnunar hefur tekið ákvörðun um að greiða kostnaðinn við þá vinnu. Eftir að fyrir lá að staða Básafells hf. í Ísafjarðarbæ var mun alvarlegri en menn höfðu gert sér almennt grein fyrir bað bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ skýrsluhöfund að meta eign bæjarfélagsins í fyrirtækinu. Um líkt leyti var ársreikningur félagsins fyrir síðastliðið reikningsár birtur. Af hálfu félagsins var því þá lýst yfir að vegna mikilla skulda þyrfti að selja stóran hlut af eignum þess. Í framhaldi af því hafa farið fram viðræður á milli heimamanna og forsvarsmanna fyrirtækisins um möguleg kaup heimamanna á aflaheimildum og hefur skýrsluhöfundur tekið þátt í þeim viðræðum af hálfu Ísafjarðarbæjar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
atvinnumal_i_hrisey.pdf 146.5Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta