Athugasemdir:
|
Innan vébanda Ferðaþjónustu bænda eru 164 bæir út um allt land sem bjóða upp á gistingu, mat og afþreyingu. Gistingin er fjölbreytt, allt frá einfaldri heimagistingu upp í gistihús, sveitahótel, sumarhús og tjaldsvæði. Uppbúin rúm og svefnpokagisting. Máltíðir að hætti heimamanna. Ýmis afþreying er í boði eins og t.d. hestaferðir, veiði, gönguferðir, siglingar, sund, golf, fjórhjóla- og snjósleðaferðir. Í bæklingnum er einnig að finna upplýsingar um bæi sem eru þátttakendur í Beint frá býli og Opnum landbúnaði. Þetta er samstarfsverkefni Ferðaþjónustu bænda, Bændasamtaka Íslands og Beint frá býli. |