#

Byggðarlög í sókn og vörn : Svæðisbundin greining á styrk, veikleika, ógnunum og tækifærum byggðarlaga á Íslandi : 1. Sjávarbyggðir

Skoða fulla færslu

Titill: Byggðarlög í sókn og vörn : Svæðisbundin greining á styrk, veikleika, ógnunum og tækifærum byggðarlaga á Íslandi : 1. SjávarbyggðirByggðarlög í sókn og vörn : Svæðisbundin greining á styrk, veikleika, ógnunum og tækifærum byggðarlaga á Íslandi : 1. Sjávarbyggðir
URI: http://hdl.handle.net/10802/3185
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 10.2001
Efnisorð: Byggðaþróun; Stefnumótun; Atvinnulíf
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: SVÓT greining þessi er unnin af Þróunarsviði Byggðastofnunar.
Eftirtaldir starfsmenn hafa lagt hönd á plóginn:
Dr. Bjarki Jóhannesson, yfirumsjón og ritstjórn
Áskell Heiðar Ásgeirsson, verkefnisstjóri
Guðmundur Guðmundsson, aðstoðar verkefnisstjóri
Ingunn H. Bjarnadóttir
Dr. Guðrún Helgadóttir
Helga Dagný Árnadóttir
Sigríður E. Þórðardóttir
Þórarinn Sólmundarson
Auk þess hafa eftirtaldir ritað greinar:
Dr. Unnur Dís Skaptadóttir, lektor mannfræði og þjóðfræðiskor, Félagsvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Sigfús Jónsson, ráðgjafarfyrirtækinu Nýsi h.f.
Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi
Anna Dóra Sæþórsdóttir, Jarð- og landfræðiskor, Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Karl Benediktsson, lektor Jarð- og landfræðiskor, Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Upplýsingar og ábendingar varðandi greininguna hafa auk þess verið sóttar til atvinnuþróunarfélaga og ýmissa sérfræðinga og embættismanna, sjá heimildaskrá.
Útdráttur: Sjávarbyggðir almennt
STYRKUR: Nálægð við miðin, þekking á veiðum og vinnslu sjávarafurða, handverk og listiðnaður, nálægð við náttúruna, nægilegt leiguhúsnæði, hagstætt kaupverð fasteigna, ánægja með opinbera þjónustu, góð öldrunarþjónusta og dagvistun, félagsleg samkennd, rætur þjóðmenningar.
VEIKLEIKAR: Veik staða sveitarfélaga, fólksfækkun, fábreytt atvinnulíf, lágt menntunarstig, fábreytni iðnaðar, lítill markaður, lítil áhersla á rannsóknir og vöruþróun, hár samgöngu- og fjarskiptakostnaður, hátt vöruverð, lágt söluverð fasteigna, lág laun, vantar fólk í heilsugæslu, fábreytt námsframboð, menningar og félagsaðstaða, umhverfismál.
ÓGNANIR: Atgervisflótti, fækkun starfa í sjávarútvegi, skuldaaukning sjávarútvegsins, taprekstur í ferðaþjónustu, fjarvinnslustöðvum lokað, fækkun hafna, ótrygg framtíð áætlunarflugs, fólksfækkun veikir verslun og þjónustu, endalok skólastarfs í fámennum byggðum, hæg þróun fjarkennslu.
TÆKIFÆRI: Samstarf/sameining sveitarfélaga, efling mannauðs, aukin fjölbreytni atvinnulífs, fjárfesting í samgöngum og fjarskiptum, afleidd störf í sjávarútvegi, menningartengd/umhverfisvæn/ heilsutengd ferðaþjónusta, rannsóknarstarf, fjarvinnsla, jöfnun fjarskiptakostnaðar, netverslun, hitaveitur, fjarkennsla, menningarhús, fegrun umhverfis.
Sjávarbyggðir á Suðurlandi og Reykjanesi
STYRKUR: Fólksfjölgun, fjölgun ársverka, alþjóðaflugvöllur, hlýr sjór, nálægð við innanlandsmarkað, góðar hafnir, mikill togarafloti, smábátafloti, öflug verktakafyrirtæki, gott veðhæfi eigna, góðar samgöngur, stutt að sækja þjónustu, virk samkeppni í verslun, hagstætt fasteignaverð, lágur húshitunarkostnaður.
VEIKLEIKAR: Fólksfækkun í Eyjum, Vestmannaeyjar skuldsettar, samdráttur í kvótaeign, einhæft atvinnulíf á smærri stöðum, hafnleysi á suðurströndinni, ótryggar flugsamgöngur til Eyja.
ÓGNANIR: Lágt menntunarstig, stór fiskvinnslufyrirtæki yfirtaka minni, samkeppni um vinnuafl, fækkun ferða til Eyja, vaxandi umferð, samkeppni við höfuðborgarsvæðið í verslun, náttúruhamfarir.
TÆKIFÆRI: Nálægð við höfuðborgarsvæðið, fiskeldi, nýjar eldistegundir, efling rannsókna, fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll, jarðhiti, vetnisiðnaður, sérstaða í verslun, fjölgun gistinátta.
Sjávarbyggðir á Vesturlandi
STYRKUR: Hlýr sjór, gjöful fiskimið, nálægð við markað, fiskmarkaðir, góð vöruflutningaþjónusta, góðar hafnir, kvótaaukning, afþreying ferðamanna, lágt vöruverð í nágrenninu, ósnortin náttúra, náttúrufegurð.
VEIKLEIKAR: Skuldsett sveitarfélög, fólksfækkun, fækkun ársverka, lítið um uppsjávarfisk, fjallgarðar farartálmar á vetrum, lélegar vegasamgöngur, lítill heimamarkaður, lítil orkuvinnsla, hátt vöruverð, dýr húshitun, enginn fjölbrautarskóli á Snæfellsnesi.
ÓGNANIR: Frekari fólksfækkun, skert samkeppnisaðstaða smábátaútgerðar, lakari afkoma í sjávarútvegi, skert flutningsþjónusta, dýrari flutningar, samkeppni um vinnuafl, húsnæðisskortur hamlar vexti, leiguhúsnæði vantar, lágt menntunarstig.
TÆKIFÆRI: Uppbygging á Snæfellsnesi, Stykkishólmur heilsubær, fiskeldi, nýir og bættir vegir, lækkun húshitunarkostnaðar, netverslun, nám í heimabyggð, þjóðgarður, andleg miðstöð undir Jökli.
Sjávarbyggðir á Vestfjörðum
STYRKUR: Gjöful bolfiskmið, góðar hafnir, sterkur krókabátafloti, þróunarmiðstöð í sjávarútvegi, nýsköpunarfyrirtæki, iðnaður tengdur sjávarútvegi, orka og vatn, tölvuþjónusta, þróunarsetur, fjölþjóðamenning, tónlistarlíf, ósnortin náttúra.
VEIKLEIKAR: Fólksfækkun, skuldsett sveitarfélög, fækkun ársverka, einhæfni í skipakosti og vinnslu, afli fluttur óunninn í burtu, fjarlægð frá markaði, erfiðar vegsamgöngur, takmarkanir á flugi, léleg nýting gistirýma, lágt fasteignaverð, dýr hitaveita, óánægja með húsnæðismál.
ÓGNANIR: Frekari fólksfækkun, þekkingarþurrð, afli unninn annars staðar, ótryggt ástand landvinnslu, versnandi kvótastaða, iðnaður háður sveiflum í sjávarútvegi, grundvöllur verslunar og þjónustu veikist, lélegar vegasamgöngur hafa ógnað ferðaþjónustu, erfiðleikar fjarvinnslunnar, snjóflóðahætta.
TÆKIFÆRI: Aukin menntun fiskvinnslufólks, þróunarstarf, meiri afli unninn á staðnum, lenging ferðamannatímans, fjarvinnsla, framsækin fyrirtæki í upplýsingatækni, jarðgöng og uppbygging vegakerfis, lækkun húshitunarkostnaðar, netverslun, nýbúamiðstöð, háskólaútibú, fjarnám.
Sjávarbyggðir á Norðurlandi
STYRKUR: Íbúafjölgun, sterk bátaútgerð, sterk útgerðarfyrirtæki, öflugur togarafloti, góð kvótastaða, frystihús, loðnubræðslur, þjónustuiðnaður, verslunar- og þjónustukjarnar, góðar samgöngur, gistimöguleikar, hugbúnaðargerð, rannsóknarstarf, háskóli, menningarkjarnar, afþreying, veðursæld, náttúrufegurð.
VEIKLEIKAR: Skuldsett sveitarfélög, fækkun ársverka á mest öllu svæðinu, fjarlægð á markaði, langt á miðin frá Norðvesturlandi, landvinnslan á Ólafsfirði og Hrísey í erfiðleikum.
ÓGNANIR: Ótryggt atvinnuástand, innfjarðarrækjustofninn hruninn, ótryggt forræði veiðiheimilda, framtíð áætlunarflugs.
TÆKIFÆRI: Úrbætur á Dalvík og í Hrísey, þróunarstöð ÚA, jarðhiti, alþjóðaflugvöllur, vetrarferðamennska, heilsuferðamennska, nýsköpunarsetur, jarðgöng, lækkun húshitunarkostnaðar.
Sjávarbyggðir á Austurlandi
STYRKUR: Góð fiskimið, smábátaútgerð, þekking á veiðum og vinnslu, öflug sjávarútvegsfyrirtæki, loðnubræðslur, mikill kvóti í uppsjávarfiski, iðnaður tengdur sjávarútvegi, fjarvinnsla, þróunarsetur á Hornafirði, nálægð við Evrópu, góðar hafnir, alþjóðlegur varaflugvöllur, fræðslunet, ósnortin náttúra.
VEIKLEIKAR: Íbúafækkun, fækkun ársverka, lítil uppbygging iðnaðar, slæmar samgöngur, hár fjarskiptakostnaður, slæmt ástand vega, fjarlægð frá höfuðborg, takmörkuð flutningsgeta fyrir gagnaflutninga, hátt vöruverð á minni stöðum, lágt fasteignaverð, dýr húshitun.
ÓGNANIR: Frekari fólksfækkun, minnkuð landvinnsla, forræði veiðiheimilda, minnkandi hlutdeild í botnfiskkvóta, ekkert álver, samdráttur í flugþjónustu á smærri stöðum, samdráttur verslunar og þjónustu í fámennum byggðarlögum, snjóflóðahætta, ónóg atvinna að loknu framhaldsnámi.
TÆKIFÆRI: Beint flug til Evrópu, loðdýrarækt, menntun fiskvinnslufólks, stóriðja, nýtanleg jarðefni, þjónustustörf tengd álveri, vetrarafþreying, jarðgangagerð, stytting vega, hafnabætur, samgöngubætur vegna stóriðju og Fljótsdalsvirkjunar, aukið atvinnuöryggi með tilkomu stóriðju, lækkun húshitunarkostnaðar, háskólaútibú.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
byggdalog_i_sokn_og_vorn_sjavar.pdf 1.315Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta